Icelandic
Birt: 2023-05-25 16:03:35 CEST
Reykjavíkurborg
Fjárhagsdagatal

Útgáfuáætlun Reykjavíkurborgar fyrir seinni hluta árs 2023

Borgarráð samþykkti á fundi sínum 25. maí 2023 útgáfuáætlun Reykjavíkurborgar fyrir seinni hluta árs 2023. Samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 er gert ráð fyrir að borgarsjóður taki lán fyrir allt að 21.000 m.kr. á árinu.

Gert er ráð fyrir að lántakan fari fram með útgáfu skuldabréfa á skuldabréfamarkaði, með beinni lántöku eða með öðrum hætti til að mæta fjárþörf borgarsjóðs á árinu.

Skuldabréfaútboð Reykjavíkurborgar á seinni hluta ársins eru fyrirhuguð á eftirfarandi dögum: 16. ágúst, 6. september, 18. október, 15. nóvember og 6. desember.

Tilkynnt verður um fyrirkomulag einstakra útboða í fréttakerfi NASDAQ OMX á Íslandi að lágmarki 1 virkum degi fyrir útboð.

Reykjavíkurborg áskilur sér allan rétt til að víkja frá áætlun þessari og mun þá tilkynna um breytingar þar að lútandi í fréttakerfi NASDAQ OMX á Íslandi.

Nánari upplýsingar gefur:
Halldóra Káradóttir
Sviðsstjóri Fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar
Sími: 411-1111
Netfang: halldora.karadottir@reykjavik.is