Published: 2017-12-08 16:00:04 CET
Reginn hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Reginn hf.: Fjárfestingar fasteignafélagsins FM-hús ehf.

Þann 17. nóvember 2016 undirritaði Reginn hf. samkomulag um kaup á hlut í fasteignafélaginu FM-hús ehf. Þann 30. maí 2017 var undirritaður kaupsamningur um kaup Regins hf. á 55% hlut í félaginu. Reginn hf. fékk afhenta hluti sína í félaginu þann 17. ágúst sl., þegar fyrirvarar í kaupsamningi voru uppfylltir.

Samhliða kaupunum var ákveðið að félagið færi í frekari fjárfestingar, enda styrkur þess og geta mikil. Fyrsta skrefi þeirrar fjárfestingastefnu er nú lokið með kaupum á fasteignum á Akureyri sem að mati félagsins er mjög álitlegt fjárfestingarsvæði.

Félagið hefur fest kaup á fasteigninni Njarðarnes 3-7 á Akureyri og fasteignafélaginu Reykir sem á eignir að Glerárgötu 26, 30 og 32 á Akureyri.

Njarðarnes 3-7 er nýlegt sérhæft iðnaðarhúsnæði sem hýsir glugga- og hurðaverksmiðju Barkar hf. Börkur hefur allt húsið á leigu.

Glerárgötueignirnar eru í fullri útleigu, mesti hluti eignanna er skrifstofuhúsnæði en hluti verslunarhúsnæði. Helstu leigutakar að Glerárgötu eru; Akureyrarbær, Samherji, Efla, Landsvirkjun, Tryggingamiðstöðin, PWC og Lemon.  

Með viðskiptunum hefur FM-hús fjárfest fyrir um 1.650 m.kr. á Akureyri. Að loknum þessum viðskiptum er áætlað að virði eignasafns FM-húsa verði metið á 5.400 m.kr.

Eins og áður hefur verið tilkynnt er áætlað að FM-hús muni renna inn í samstæðu Regins með kaupum þess á öllu hlutafé FM-húsa, en Reginn á nú 55% í félaginu. 

 

Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson

Forstjóri Regins hf.

Sími: 512 8900 / 899 6262