Published: 2016-06-10 15:39:07 CEST
Reginn hf.
Fyrirtækjafréttir

Breytingar á skipulagi hjá Reginn hf.

Gerðar hafa verið eftirtaldar breytingar á skipulagi Regins hf. er snúa að lögmennsku og regluvörslu.

Dagbjört Erla Einarsdóttir hefur verið ráðin lögmaður hjá fasteignafélaginu Reginn hf. Dagbjört verður einnig ritari stjórnar og staðgengill regluvarðar. Dagbjört lauk meistaraprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2007 og öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi sama ár. Frá árinu 2010 hefur hún starfað sem lögmaður á lögmannsstofunni Juris slf. Áður hafði Dagbjört starfað á lögfræðisviði Landsbanka Íslands hf. og einkabankasviði í skattaráðgjöf.

Heiða Salvarsdóttir hefur tekið við stöðu regluvarðar hjá félaginu. Heiða hefur verið staðgengill regluvarðar frá árinu 2013 auk þess að hafa starfað sem sérfræðingur á rekstrarsviði frá 2011 og síðar fjármálasviði Regins frá 2014. Heiða lauk B.SC. gráðu í viðskiptafræði með áherslu á reikningsskil frá Háskóla Íslands 2011.

Með breytingum þessum taka skipulagsbreytingar sem hófust snemma árs hjá Regin hf. enda.

Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri Regins hf. – S: 512 8900 / 899 6262