Icelandic
Birt: 2021-05-03 11:49:19 CEST
Reykjavíkurborg
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Reykjavíkurborg – Útboð á nýjum skammtíma skuldabréfaflokki RVKN 24 1

Reykjavíkurborg efnir til fyrsta útboðs á nýjum skammtíma skuldabréfaflokki RVKN 24 1 miðvikudaginn 5. maí nk. Útgáfan er í samræmi við útgáfuáætlun 2021 en heimild til lántöku á árinu er 34.400 m.kr. Búið er að taka lán á árinu 2021 fyrir 5.500 m.kr. og er því ónýtt heimild 28.900 m.kr.

RVKN 24 1 er með jöfnum vaxtagreiðslum og höfuðstól endurgreiddur á lokagjalddaga 11. maí 2024. Vexir eru 3,0% og eru greiddir tvisvar á ári. Skuldabréfið verður skráð í Kauphöll Íslands.

Útboðið verður með hollenskri aðferð, þar sem öll skuldabréf verða seld á hæstu ávöxtunarkröfu sem tekið verður. Reykjavíkurborg áskilur sér rétt til að ákvarða fjárhæð útboðsins, taka hvaða tilboði sem er að hluta eða í heild eða hafna öllum. Niðurstöður útboðsins verða birtar opinberlega eigi síðar en næsta virka dag eftir útboð.

Greiðslu og uppgjörsdagur er fyrirhugaður þriðjudagurinn 11. maí nk.

Markaðsviðskipti Arion banka hafa umsjón með útboðinu og kynna það fyrir hugsanlegum fjárfestum. Fjárfestar skulu skila inn tilboðum fyrir klukkan 16:00 miðvikudaginn 5. maí 2021 á netfangið skuldabrefamidlun@arionbanki.is

Nánari upplýsingar veita:

Helga Benediktsdóttir
Skrifstofustjóri fjárstýringar- og innheimtuskrifstofu
Netfang: helga.benediktsdottir@reykjavik.is        
Sími: 898-8272

Hrafn Steinarsson
Markaðsviðskipti Arion banka
Netfang: hrafn.steinarsson@arionbanki.is                
Sími: 856-6910