English Icelandic
Birt: 2023-11-28 08:30:00 CET
Marel hf.
Innherjaupplýsingar

Marel: Stjórn Marel hafnar óskuldbindandi viljayfirlýsingu JBT Corporation varðandi mögulegt tilboð í öll hlutabréf í Marel

Stjórn Marel hefur lagt mat á óskuldbindandi viljayfirlýsingu JBT Corporation sem tilkynnt var um 24. nóvember 2023. Stjórnin samþykkti einróma að viljayfirlýsingin sé ekki í þágu hagsmuna hluthafa Marel, hún taki hvorki tillit til innra virðis rekstrar Marel, né þeirrar áhættu sem fælist í framkvæmd viðskiptanna.

Yfirlýst stefna Marel er skýr hvað varðar ytri vöxt og tækifæri til frekari samþjöppunar (e. consolidation) innan geirans eins og framkvæmd stefnu félagsins ber vitni um. Í samræmi við hlutverk sitt og ábyrgð er stjórn Marel tilbúin að leggja mat á vel ígrundaðar tillögur sem endurspegla að fullu virði Marel.

JP Morgan er fjármálaráðgjafi Marel og lagalegir ráðgjafar eru Baker McKenzie (Bandaríkin), BBA/Fjeldco (Ísland), og Osborne Clarke (Holland).

Sé misræmi milli íslenskrar og enskrar útgáfu tilkynningarinnar gildir sú enska.

Fjárfestatengsl
Nánari upplýsingar veita fjárfestatengsl Marel í gegnum netfangið ir@marel.com og í síma 563 8001.


Marel Stjorn Marel hafnar oskuldbindandi viljayfirlysingu JBT Corporation varandi mogulegt tilbo i oll hlutabref i Marel.pdf