Published: 2017-06-30 18:10:56 CEST
Kvika banki hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Kvika banki hf.: Kvika banki hf. kaupir allt hlutafé í Virðingu hf.

Reykjavík, 30. júní 2017

Kvika banki hf. kaupir allt hlutafé í Virðingu hf.

Eigendur 96,69% hlutafjár í Virðingu hafa samþykkt tilboð stjórnar Kviku í hlutafé fyrirtækisins, en skilyrði var að tilboðið yrði samþykkt af eigendum meira en 90% hlutafjár. Kaupverð nemur 2.560 milljónum króna og verður greitt með reiðufé. Kaupin eru áfram háð samþykki á hluthafafundi Kviku og samþykkis eftirlitsstofnana.

Stefnt er að því að sameina félögin undir nafni Kviku. Með sameiningu Kviku og Virðingar verður til öflugt fjármálafyrirtæki sem er leiðandi á fjárfestingabankamarkaði. Sameinað félag verður eitt það umsvifamesta í eignastýringu á Íslandi með um 235 milljarða króna í stýringu og fjölda sjóða í rekstri.

Nánari upplýsingar veitir:
Þorsteinn Pálsson, stjórnarformaður Kviku banka hf. í síma 540 3200.

Um Kviku banka hf.
Kvika er eini sjálfstæði og sérhæfði fjárfestingabanki landsins. Bankinn sinnir þörfum viðskiptavina á afmörkuðum syllum með fagþekkingu og sérhæfðu vöruframboði. Burðarás Kviku er öflug eignastýring og veitir bankinn sparifjár- og innlánseigendum alhliða fjármálaþjónustu.

Hjá Kviku starfar samhentur hópur 86 sérfræðinga sem nær árangri í krafti menntunar, markaðsþekkingar og víðtækrar reynslu. Eignarhald Kviku er gagnsætt og er hann eini bankinn sem er að fullu í eigu einkaaðila s.s. lífeyrissjóða, fyrirtækja og einstaklinga. Forstjóri bankans er Ármann Þorvaldsson og formaður stjórnar Þorsteinn Pálsson. Nánar á: www.kvika.is.