English Icelandic
Birt: 2022-05-09 14:53:00 CEST
Arion banki hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Arion banki: Kaupréttaráætlun starfsfólks uppfærð vegna dótturfélaga

Á aðalfundi Arion banka hf. þann 16. mars 2022 var stjórn bankans veitt heimild til að gera breytingu á gildandi kaupréttaráætlun bankans. Með breytingunum var kaupréttaráætlunin útvíkkuð á þann veg að hún nái einnig til starfsfólks tiltekinna dótturfélaga bankans, Stefnis hf. og Varðar trygginga hf. Markmið áætlunarinnar er að samþætta hagsmuni starfsfólks við langtímahagsmuni bankans.

Nú hefur verið gengið frá kaupréttarsamningum við fastráðið starfsfólk Stefnis hf. og Varðar trygginga hf. í samræmi við uppfærða kaupréttaáætlun. Með kaupréttarsamningunum öðlast kaupréttarhafi rétt til þess að kaupa hlutabréf í bankanum fyrir að hámarki kr. 1.500.000, fyrst árið 2023 og síðast árið 2026. Kaupverð hluta samkvæmt kaupréttarsamningunum er vegið meðalverð í viðskiptum með hlutabréf félagsins tíu viðskiptadaga fyrir samningsdag, sem er 27. apríl 2022, eða 170,9 krónur hver hlutur.

Alls gerðu 66 starfsmenn kaupréttarsamning í apríl 2022 sem ná til allt að 579.286 hluta á ári miðað við 100% nýtingu kauprétta.


Arion banki Kauprettaratlun starfsfolks uppfr vegna dotturfelaga.pdf