Leiðrétting: Síminn hf. - Útgáfa á nýjum skuldabréfaflokki og stækkun útgáfurammaÍ fréttatilkynningu sem birt var fyrr í dag var rangur útgáfudagur og gjalddagi áskrifta. Rétt dagsetning er 3. júlí 2023. Tilkynningin hefur verið uppfærð í samræmi við það. Síminn hf. hefur lokið sölu á nýjum skuldabréfaflokki SIMINN 26 1. SIMINN 26 1 er almennur skuldabréfaflokkur sem ber fljótandi vexti tengda eins mánaðar REIBOR vöxtum auk 1,3% vaxtaálags með lokagjalddaga þann 30. júní 2026. Seld voru skuldabréf að nafnverði 1.500 m.kr. á pari (genginu 100,0) Ekki var um almennt útboð að ræða. Útboðið var undanþegið gerð lýsingar á grundvelli a, c og d-liðar, 4. mgr. 1. gr. reglugerðar Evrópusambandsins og ráðsins (ESB) nr. 2017/1129 um lýsingu sem birta skal þegar verðbréf eru boðin í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði og 1. mgr. 3. gr. laga nr. 14/2020 um sama efni. Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta á markaði Nasdaq Iceland. Útgáfudagur og gjalddagi áskrifta er 3. júlí 2023. Stjórn Símans hefur samþykkt stækkun útgáfuramma félagsins úr 2.000 m.kr. í 6.000 m.kr. Unnið er að gerð nýrrar grunnlýsingar skuldabréfa og víxla til samræmis við útgáfurammann vegna töku skuldabréfanna til viðskipta í Kauphöll Nasdaq Iceland. Grunnlýsing, endanlegir skilmálar og önnur skjöl er varða útgáfu flokksins og töku skuldabréfanna til viðskipta í Kauphöll verða þá birt á vefsíðu félagsins: https://www.siminn.is/fjarfestar/fjarfestar
Fossar fjárfestingarbanki hf. hefur umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna sem og töku þeirra til viðskipta á markaði Nasdaq Iceland. Nánari upplýsingar veita: Matei Manolescu, markaðsviðskipti, Fossar fjárfestingarbanki, sími: 522 4000, netfang: matei.manolescu@fossar.is Ásgrímur Gunnarsson, markaðsviðskipti, Fossar fjárfestingarbanki, sími: 522 4000, netfang: asgrimur.gunnarsson@fossar.is Óskar Hauksson, fjármálastjóri, oskarh@siminn.is Helgi Þorsteinsson, forstöðumaður fjárstýringar, helgith@siminn.is
|