Almenna leigufélagið ehf. hefur undirritað samninga við Landsbankann hf. og Kviku banka hf. um viðskiptavakt á eftirmarkaði með skuldabréfum útgefnum af Almenna leigufélaginu í flokknum AL260148.
Skuldabréfin verða tekin til viðskipta á Nasdaq Iceland þann 29. janúar 2018 og taka skyldur viðskiptavaka samkvæmt samningi gildi sama dag.
Viðskiptavakar munu fyrir opnun markaða dag hvern setja fram kaup- og sölutilboð í skuldabréfin að lágmarki kr. 20 m. kr. að nafnverði. Tilboðin skulu endurnýjuð eigi síðar en innan 15 mínútna eftir að þeim er tekið.
Skyldur einstakra viðskiptavaka falla niður á tilteknum viðskiptadegi ef viðskiptavaki hefur átt viðskipti fyrir 60 m. kr. að nafnverði eða meira í sjálfvirkri pörun (viðskipti tilgreind "AUTO").
Hámarksmunur kaup- og sölutilboða ákvarðast af verði gildra tilboða og má að hámarki vera 1,15%.
Frá gildistöku samninga um viðskiptavakt geta viðskiptavakar fengið tímabundin bréfalán í flokki þeirra skuldabréfa sem samningurinn tekur til. Hámarkslán til einstakra viðskiptavaka eru 120 m. kr.