Icelandic
Birt: 2022-05-16 17:55:09 CEST
Reitir fasteignafélag hf.
Árshlutareikningur (Q1 og Q3)

REITIR: Rekstrarhagnaður Reita 2.201 m.kr. á fyrsta fjórðungi ársins 2022

Stjórn Reita fasteignafélags hf. hefur samþykkt árshlutareikning samstæðunnar fyrir fyrsta fjórðung ársins 2022.

Lykiltölur rekstrar3M 20223M 2021
Tekjur3.2382.750
Rekstrarkostnaður fjárfestingareigna-857-799
Stjórnunarkostnaður-180-169
Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu2.2011.782
Matsbreyting fjárfestingareigna2.154907
Rekstrarhagnaður4.3552.689
Hrein fjármagnsgjöld-2.503-1.382
Heildarhagnaður1.374996
Hagnaður á hlut1,8 kr.1,3 kr.
NOI hlutfall64,5%56,1%
Stjórnunarkostnaðarhlutfall5,3%5,3%
   
Lykiltölur efnahags31.3.202231.12.2021
Fjárfestingareignir170.669168.147
Handbært og bundið fé6461.008
Heildareignir173.284171.124
Eigið fé58.44558.719
Vaxtaberandi skuldir93.03090.895
Eiginfjárhlutfall33,7%34,3%
Skuldsetningarhlutfall56,3%55,8%
   
Lykiltölur fasteignasafns3M 20223M 2021
Nýtingarhlutfall (tekjuvegið)94,9%94,9%

Fjárhæðir eru í milljónum króna nema annað sé tekið fram.
Hlutföll í rekstrarreikningi eru reiknuð sem hlutfall heildartekna.

Guðjón Auðunsson, forstjóri:

Afkoma fjórðungsins er í takti við útgefna spá. Tekjur fyrsta fjórðungs 2022 eru um 18% hærri en sama fjórðungs fyrra árs, þá hækkar rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu um 24% milli ára.

Eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði er góð, sér í lagi eftir verslunar- og iðnaðarhúsnæði. Útleiguhlutfall félagsins var rúmlega 97% yfir tímabilið, ef tekið er tillit til eigna í endurbótaferli, annars í kringum 95%.

Endurbætur eru yfirstandandi á nokkrum fasteignum, meðal annars Kringlunni og Holtagörðum. Í Kringlunni er gott skrið á framkvæmdum sem miða að því að gjörbreyta þriðju hæðinni með endurnýjuðu veitinga- og afþreyingarsvæði. Samningur hefur verið undirritaður við Sambíóin um stækkun og endurbætur, verið er að ganga frá samningum við fleiri aðila með afþreyingu og veitingaaðila. Í Holtagörðum er unnið að breytingum á verslunarrýmum og á sameign. Viðræður við núverandi og nýja leigutaka eru langt á veg komnar.

Mosfellsbær og Reitir undirrituðu í byrjun maí samkomulag um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í landi Blikastaða. Um er að ræða í kringum 90 þús. fermetra atvinnuhúsnæðis á um 15 hektara landsvæði. Skipulag svæðisins er samgöngumiðað með Borgarlínustöð á miðju svæðinu og hönnun þess tekur mið af BREEAM Communities vistvottunarstaðlinum. Samkomulagið gerir ráð fyrir að gatnaframkvæmdir geti hafist vorið 2023 og að framkvæmdir fyrsta áfanga hefjist í kjölfarið. Gert er ráð fyrir að uppbygging geti tekið um tíu ár og verði mikilvægur hlekkur í verðmætasköpun til handa hluthöfum næsta árutuginn.“

Horfur ársins

Áður útgefnar horfur fyrir rekstur á árinu 2022 gerðu ráð fyrir að tekjur ársins 2022 yrðu á bilinu 12.750 til 13.000 m.kr. og að rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu yrði á bilinu 8.500 til 8.750 m.kr. Verðbólga á fyrstu mánuðum ársins hefur verið umtalsvert meiri en útgefin áætlun gerði ráð fyrir. Sökum þessa hefur félagið ákveðið að hækka útgefnar horfur ársins og gerir nú ráð fyrir að tekjur ársins 2022 verði á bilinu 13.000 til 13.250 m.kr. og að rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu verði á bilinu 8.750 til 9.000 m.kr.

Nánari upplýsingar og kynningarfundur

Reitir bjóða markaðsaðilum og fjárfestum á rafrænan kynningarfund þar sem Guðjón Auðunsson, forstjóri, og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, munu kynna uppgjörið. Fundurinn verður haldinn kl. 8:30 þriðjudaginn 17. maí nk.

Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn, eftir skráningu fá þátttakendur staðfestingarpóst með nánari upplýsingum. Hægt verður að bera upp spurningar á fundinum með skriflegum hætti.

Skráning á kynningarfundinn:
https://us02web.zoom.us/webinar/register/WN_I9oUReJAQ4ywjtFDJ83WGQ

Kynningarefni fundarins er aðgengilegt á fjárfestasíðu Reita, reitir.is/fjarfestar.

Um Reiti

Reitir fasteignafélag er íslenskt hlutafélag. Samstæða félagsins samanstendur af móðurfélaginu, Reitum fasteignafélagi hf., ásamt dótturfélögum, sem öll eru að fullu í eigu móðurfélagsins. Starfsemi félagsins felst í eignarhaldi, útleigu og umsýslu atvinnuhúsnæðis sem er að stærstum hluta verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Fasteignir í eigu félagsins eru um 135 talsins, um 455 þúsund fermetrar að stærð.

Meðal fasteigna félagsins má nefna stærstan hluta verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar, Spöngina og Holtagarða, skrifstofubyggingar við Höfðabakka 9 og Vínlandsleið ásamt húsnæði höfuðstöðva Icelandair Group, Sjóvár, Origo og Advania og skrifstofu Landspítalans við Skaftahlíð 24. Hótelbyggingar í eigu Reita eru m.a. Hótel Borg og Hotel Hilton Reykjavík Nordica ásamt Icelandair Hotel Reykjavík Natura. Stærstu leigutakar Reita eru Hagar, Flugleiðahótel, ríki og sveitarfélög. Þá heldur félagið á nokkrum verðmætum byggingarreitum.

Upplýsingar veita Guðjón Auðunsson, forstjóri, í síma 575 9000 eða 660 3320, og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 575 9000 eða 669 4416.

ViðhengiReitir fasteignafelag -31.3.2022 - arshlutareikningur.pdf
Reitir fasteignafelag - 31.3.2022 - kynning.pdf