Icelandic
Birt: 2021-10-06 22:40:08 CEST
Alma íbúðafélag hf.
Lýsing/tilkynning um birtingu lýsingar

Alma íbúðafélag hf.: Birting grunnlýsingar

Birting grunnlýsingar

Alma íbúðafélag hf., kt. 611013-0350, Sundagörðum 8, 104 Reykjavík, Íslandi hefur birt uppfærða grunnlýsingu í tengslum við 30.000.000.000 króna útgáfuramma skuldabréfa og víxla félagsins. Grunnlýsingin sem er dagsett 6. október 2021 hefur verið staðfest af Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Grunnlýsingin er á íslensku og er birt á rafrænu formi á vef félagsins, http://www.al.is/company/investors/.  Nánari upplýsingar um Ölmu íbúðafélag hf. og útgáfurammann má finna í framangreindri grunnlýsingu og á vefsíðu félagsins. Grunnlýsinguna má nálgast á vefsíðunni næstu tíu ár frá staðfestingu hennar.

Eins og kom fram í tilkynningu félagsins 28. september síðastliðinn stendur félagið fyrir lokuðu skuldabréfaútboði þann 7. október.  Ráðgjafi félagsins og umsjónaraðili með útboði og töku til viðskipta er Landsbankinn.

Nánari upplýsingar veita:

Ingólfur Árni Gunnarsson - Framkvæmdastjóri - ingolfur@al.is

Sigurður Rúnar Pálsson - Fjármálastjóri - sigurdur@al.is

ViðhengiGrunnlysing Olmu ibuafelags hf. 6. oktober 2021.pdf