English Icelandic
Birt: 2022-06-14 17:50:59 CEST
Landsbankinn hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Landsbankinn hf.: Niðurstaða útboðs sértryggðra skuldabréfa

Landsbankinn lauk í dag útboði sértryggðra skuldabréfa þar sem tveir flokkar voru boðnir til sölu.

Tvö tilboð að fjárhæð 200m. kr. að nafnverði bárust í flokkinn LBANK CB 25 á ávöxtunarkröfunni 6,94%-6,97%. Engu tilboði var tekið í flokkinn en bankinn mun gefa út 5.000 m.kr. til eigin nota. Heildarstærð flokksins verður 40.560 m. kr. eftir viðbótarútgáfuna.

Fjögur tilboð að fjárhæð 1.180 m. kr. að nafnverði bárust í flokkinn LBANK CB 27 á ávöxtunarkröfu á bilinu 6,55%-6,60%. Öllum tilboðum var tekið. Heildarstærð flokksins verður 7.560 m. kr. eftir viðbótarútgáfuna.

Uppgjörsdagur er 21. júní 2022.

Arion banki, Íslandsbanki og Kvika sinna viðskiptavakt með sértryggða skuldabréfaflokka Landsbankans. Lánshæfiseinkunn sértryggðra skuldabréfa Landsbankans er A með stöðugum horfum samkvæmt mati S&P.

Sértryggðu skuldabréfin eru gefin út með leyfi frá Fjármálaeftirlitinu með vísan í lög nr. 11/2008 og reglur Fjármálaeftirlits nr. 528/2008. Nánari upplýsingar um skuldabréfin og tryggingasafnið má finna á vefsvæði fjármögnunar bankans, Fjármögnun Landsbankans - Landsbankinn.