English Icelandic
Birt: 2023-08-30 22:15:00 CEST
Alvotech S.A.
Árshlutareikningur - 6 mán.

Alvotech birtir uppgjör fyrir fyrri helming ársins 2023 og kynnir helstu áfanga á liðnum ársfjórðung

 • Sölutekjur fyrstu sex mánuði ársins jukust í 22,7 milljónir dollara samanborið við 3,9 milljónir dollara á sama tímabili í fyrra
 • Fjárfestar á Íslandi, auk Teva Pharmaceuticals Inc., skuldbundu sig til kaupa á breytilegum skuldabréfum að andvirði 140 milljóna dollara í júlí
 • Alvotech undirritaði samninga um aukið samstarf um sölu og markaðssetningu í Bandaríkjunum við Teva Pharmaceuticals Inc. og í Evrópu við Advanz Pharma
 • Samningur náðist við Johnson & Johnson um upphafsdag sölu í Bandaríkjunum á AVT04, fyrirhugaðri hliðstæðu Alvotech við líftæknilyfið Stelara (ustekinumab), sem getur hafist eigi síðar en 21. febrúar 2025
 • Stjórnendur félagsins munu kynna uppgjörið og helstu áfanga í rekstri á síðasta ársfjórðungi í beinu streymi fimmtudaginn 31. ágúst kl. 12 á hádegi að íslenskum tíma

Alvotech (NASDAQ: ALVO) birtir í dag óendurskoðað fjárhagsuppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2023 og kynnir helstu áfanga í rekstri á síðasta ársfjórðungi.

„Við höfum haldið áfram að fjárfesta af krafti í framleiðslu og gæðastýringu og kappkostum enn að tryggja markaðsleyfi fyrir AVT02 í Bandaríkjunum, fyrirhugaða líftæknilyfjahliðstæðu með útskiptileika við Humira í háum styrk,“ sagði Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech. „Þá höldum við áfram að undirrita samninga um aukin verkefni á sviði lyfjaþróunar við samstarfsaðila okkar. Ákvarðanir samstarfsfyrirtækjanna byggja á ítarlegri áreiðanleikakönnun á félaginu og sýna glöggt traust þeirra á starfsfólki okkar og þeim sterku innviðum sem við höfum til þróunar og lyfjaframleiðslu. Niðurstaða skuldabréfaútboðsins í júlí undirstrikar einnig jákvætt viðhorf fjármálamarkaða til framþróunar félagsins.“

Markverðir áfangar í ársfjórðungnum

Í maí sl. undirrituðu Alvotech og Advanz Pharma samning um aukið samstarf sem nær til fimm fyrirhugaðra líftæknilyfjahliðstæða Alvotech sem Advanz hyggst markaðssetja í Evrópu. Samningurinn nær yfir framleiðslu og markaðssetningu í Evrópu á AVT05 (golimumab), sem er fyrirhuguð hliðstæða við líftæknilyfið Simponi og AVT16 (vedolizumab) sem er hliðstæða við líftæknilyfið Entyvio. Þá nær samningurinn einnig yfir þrjár ónefndar fyrirhugaðar líftæknilyfjahliðstæður sem eru á fyrri stigum í þróun.  Við undirritun fékk Alvotech fyrirframgreiðslu frá Advanz Pharma að fjárhæð 61 milljón dollara, auk þess sem Advanz Pharma er skuldbundið til þess að greiða Alvotech allt að 287,5 milljónir dollara þegar ákveðnir áfangar nást í þróun og sölu lyfjanna.  Vegna breytinga á samningum um þrjár fyrirhugaðar líftæknilyfjahliðstæður sem eru hluti af samningi Alvotech og STADA Arzneimittel („STADA“) endurgreiddi Alvotech STADA í byrjun júlí 18,9 milljónir dollara.

Í júní sl. náðu Alvotech og Teva Pharmaceuticals Inc. („Teva“) samkomulagi við Johnson & Johnson um upphafsdag sölu í Bandaríkjunum á AVT04, fyrirhugaðri líftæknilyfjahliðstæðu Alvotech við Stelara (ustekinumab). Samkvæmt samkomulaginu getur sala á lyfinu í Bandaríkjunum hafist eigi síðar en 21. febrúar 2025.

Í júní sendi Lyfja- og matvælaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) Alvotech bréf þess efnis að eftirlitið sæi sér ekki fært að veita markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir AVT02 að svo stöddu á grundvelli umsóknar um leyfi fyrir lyfið sem líftæknilyfjahliðstæðu með útskiptileika við Humira í háum styrk. Í bréfi FDA var bent á að félagið þurfi að bregðast við ákveðnum athugasemdum sem gerðar voru í kjölfar úttektar eftirlitsins á framleiðsluaðstöðunni í Reykjavík í mars sl., til þess að eftirlitið geti samþykkt umsókn Alvotech um markaðsleyfi.

Í júlí náðu Alvotech og Teva samkomulagi um enn aukið samstarf. Alvotech veitir Teva rétt til að markaðssetja tvær nýjar fyrirhugaðar líftæknilyfjahliðstæður í Bandaríkjunum, auk nýrra lyfjaforma af tveimur fyrirhuguðum líftæknilyfjahliðstæðum í þróun.  Samkomulagið felur í sér áfangagreiðslur til Alvotech, sem greiddar verða þegar markaðsleyfi er veitt eða ákveðnum markmiðum um sölu er náð, auk hluta af hagnaði af sölu lyfjanna.  

Í júlí kynnti Alvotech niðurstöðu lokaðs útboðs á breytilegum skuldabréfum til hæfra fjárfesta á Íslandi að andvirði 100 milljónir dollara. Skömmu áður var tilkynnt að Teva hefði fjárfest fyrir 40 milljónir dollara í breytilegum skuldabréfum Alvotech.

Helstu niðurstöður uppgjörs fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2023

Nánari upplýsingar er einnig að finna í enskri útgáfu tilkynningarinnar.

 • Þann 30. júní 2023 átti félagið 60,5 milljónir dollara í lausu fé, að undanskildum 25,2 milljónum dala í bundnu fé. Þá námu heildarskuldir félagsins 808,6 milljónum dollara, að meðtöldum 22,5 milljónum dollara skammtímaskuldum. Tekjur af áðurnefndri sölu breytilegra skuldabréfa voru innheimtar eftir 30. júní sl.
 • Heildarsölutekjur á fyrri helmingi ársins voru 22,7 milljónir dollara, samanborið við 3,9 milljónir dollara á sama tímabili í fyrra. Tekjurnar voru vegna sölu á AVT02 í Evrópu og í Kanada.
 • Leyfisgreiðslur og aðrar tekjur lækkuðu um 38,6 milljónir dollara, sem er aðallega vegna þess að á sama tímabili í fyrra féll til áfangagreiðsla vegna rannsókna- og þróunar að fjárhæð 34,7 milljónir dollara, þegar klínískum rannsóknum á AVT04 lauk. Þá helgast þessi lækkun einnig af áhrifum breyttra samninga um markaðssetningu.  
 • Kostnaðarverð seldra vara var 67,9 milljónir dollara á fyrri helmingi ársins, vegna framleiðslu AVT02 en markaðssetning þess hófst í Evrópu og Kanada á síðasta ári.
 • Rannsóknar og þróunarkostnaður var 99,6 milljónir dollara á fyrri helmingi ársins, samanborið við 86,9 milljónir dollara á sama tímabili í fyrra.  Aukninguna má aðalega rekja til einskiptiskostnaðar að fjárhæð 18,5 milljónir dollara við uppsögn samnings við Biosana um sameiginlega þróun á AVT23 og 24,6 milljón dollara aukinn kostnað vegna þróunar AVT03, AVT05 og AVT06. Á móti lækkaði kostnaður vegna verkefna þar sem klínískum rannsóknum er lokið og vegna framleiðslu á lyfjum fyrir rannsóknir um 32,3 milljónir dollara.
 • Stjórnunarkostnaður nam 41,9 milljón dollara á fyrri helmingi ársins, samanborið við 139,1 milljón dollara á sama tímabili í fyrra. Lægri kostnað má einkum rekja til minni útgjalda vegna lögfræðikostnaðar á sviði einkaleyfismála og við skráningu félagsins á markað.
 • Tap á fyrri helmingi ársins nam 86,9 milljónum dollara (0,39 dollurum á hlut), samanborið við 184,5 milljónir dollara (1,02 dollarar á hlut) á sama tímabili í fyrra.

Streymi af uppgjörs- og kynningarfundi

Alvotech efnir til uppgjörs- og kynningarfundar sem sendur verður út í beinu streymi á vefnum fimmtudaginn 31. ágúst nk. kl. 12 á hádegi að íslenskum tíma. Upplýsingar um hvernig hægt er að tengjast streyminu, auk glærukynningar fyrir fundinn og hálfsársuppgjörs félagsins, er að finna á fjárfestasíðu Alvotech, https://investors.alvotech.com undir liðnum News and Events – Events and Presentation. Þar verður einnig hægt að nálgast upptöku af fundinum að honum loknum.

Um AVT02 (adalimumab)
AVT02 er einstofna mótefni og hefur þegar hlotið markaðsleyfi sem líftæknilyfjahliðstæða við Humira (adalimumab) í 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins, á Íslandi, í Noregi, Liechtenstein, Bretlandi, Sviss, Kanada, Ástralíu, Egyptalandi og Sádi-Arabíu. Lyfið er komið á markað í fjölmörgum Evrópuríkjum og í Kanada. Umsóknir um markaðsleyfi eru til umsagnar í mörgum löndum.

Um AVT03 (denosumab)
AVT03 er einstofna mótefni og fyrirhuguð líftæknilyfjahliðstæða við Prolia® og Xgeva® (denosumab). Denosumab beinist að og binst með mikilli sækni og sértækni við RANKL og kemur í veg fyrir virkjun viðtaka hans, svokallað RANK. Fyrirbygging RANKL/RANK tengingarinnar minnkar endurupptöku beina og beineyðingu af völdum krabbameins [1]. AVT03 er lyf í þróun og hefur ekki verið samþykkt til notkunar á neinu markaðssvæði.

Um AVT04 (ustekinumab)
AVT04 er einstofna mótefni og fyrirhuguð líftæknilyfjahliðstæða við Stelara® (ustekinumab). Ustekinumab binst IL-12 og IL-23 frumuboðefnunum í ónæmiskerfinu, sem eru þættir í meinafræði ákveðinna ónæmismiðlaðra sjúkdóma [2]. AVT04 er lyf í þróun og hefur ekki verið samþykkt til notkunar á neinu markaðssvæði. Þá liggur niðurstaða eftirlitsaðila ekki fyrir um notkun lyfsins sem líftæknilyfjahliðstæðu.

Um AVT05 (golimumab)
AVT05 er fyrirhuguð líftæknilyfjahliðstæða við Simponi og Simponi Aria (golimumab). Golimumab er einstofna mótefni sem hamlar frumuboðefninu tumor necrosis factor alpha (TNF alpha). Aukið magn TNF alpha er talið geta verið orsakaþáttur í þrálátum bólgusjúkdómum, s.s. liðagigt, sóraliðagigt og hrygggigt [3]. AVT05 er lyf í þróun hefur ekki verið samþykkt til notkunar á neinu markaðssvæði. Þá liggur niðurstaða eftirlitsaðila ekki fyrir um notkun lyfsins sem líftæknilyfjahliðstæðu.

Um AVT06 (aflibercept)
AVT06 er raðbrigða samrunaprótein og fyrirhuguð líftæknilyfjahliðstæða við Eylea® (aflibercept). Aflibercept binst æðaþelsvaxtarþáttum (VEGF, Vascular Endothelial Growth Factors) og getur þannig hamlað bindingu og virkjun VEGF viðtaka, nýæðamyndun og æðagegndræpi [4]. AVT06 er lyf í þróun og hefur ekki verið samþykkt til notkunar á neinu markaðssvæði.

Um AVT16 (vedolizumab)
AVT16 er líftæknilyfjahliðstæða við Entyvio (vedolizumab). Vedolizumab binst sértækt við einn integrin viðtaka og hamlar virkni hans. Er lyfið notað til meðferðar á fullorðnum sjúklingum með miðlungs virka til mjög virka sáraristilbólgu og miðlungs virkan til mjög virkan Crohns-sjúkdóm [5]. AVT16 er lyf í þróun hefur ekki verið samþykkt til notkunar á neinu markaðssvæði. Þá liggur niðurstaða eftirlitsaðila ekki fyrir um notkun lyfsins sem líftæknilyfjahliðstæðu.

[1] https://www.ema.europa.eu/en/documents/product-information/prolia-epar-product-information_is.pdf
[2] https://www.ema.europa.eu/en/documents/product-information/stelara-epar-product-information_is.pdf
[3] https://www.ema.europa.eu/en/documents/product-information/simponi-epar-product-information_is.pdf
[4] https://www.ema.europa.eu/en/documents/product-information/eylea-epar-product-information_is.pdf
[5] https://www.ema.europa.eu/en/documents/product-information/entyvio-epar-product-information_is.pdf

Notkun á vörumerkjum
Humira er skráð vörumerki AbbVie Biotechnology Ltd., Prolia og Xgeva eru skráð vörumerki Amgen Inc. Stelara, Simponi og Simponi Aria eru skráð vörumerki Jansen Pharmaceutica N.V. Eylea er skráð vörumerki Bayer AG. Entyvio er skráð vörumerki Millenium Pharmaceuticals Inc.

Um Alvotech
Alvotech, stofnað af Róberti Wessman, er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki á sviði líftæknihliðstæðulyfja. Til að tryggja hámarksgæði eru allir þættir í þróun og framleiðslu í höndum fyrirtækisins. Alvotech vinnur meðal annars að þróun líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu eða krabbamein. Alvotech hefur gert samninga um sölu, markaðssetningu og dreifingu við samstarfsaðila á öllum helstu mörkuðum, í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan, Kína, öðrum hlutum Asíu,  Rómönsku-Ameríku, Afríku og Mið-Austurlöndum.  Meðal samstarfsaðila Alvotech eru Teva Pharmaceuticals, dótturfélag Teva Pharmaceutical Industries Ltd. (markaðsaðili í Bandaríkjunum), STADA Arzneimittel AG (Evrópa), Fuji Pharma Co., Ltd (Japan), Advanz Pharma (EES, Bretland, Sviss, Kanada, Ástralía og Nýja Sjáland), Cipla/Cipla Gulf/Cipla Med Pro (Ástralía, Nýja Sjáland, Afríka), JAMP Pharma Corporation (Kanada), Yangtze River Pharmaceutical (Group) Co., Ltd. (Kína), DKSH (Taívan, Hong Kong, Kambódía, Malasía, Singapore, Indonesía, Indland, Bangladess og Pakistan), YAS Holding LLC (Miðausturlönd og Norður Afríka), Abdi Ibrahim (Tyrkland), Kamada Ltd. (KMDA; Ísrael), Mega Labs, Stein, Libbs, Tuteur and Saval (Rómanska-Ameríka) og Lotus Pharmaceuticals Co., Ltd. (Taíland, Víetnam, Filippseyjar og Suður-Kórea).

Alvotech, forstöðumaður fjárfestatengsla og samskiptasviðs
Benedikt Stefánsson
alvotech.ir[at]alvotech.com

Unaudited Condensed Consolidated Interim Statements of Profit or Loss and Other Comprehensive Income or Loss

 Six months ended
30 June
2023
 Six months ended
30 June
2022
  
  
USD in thousands, except for per share amounts 
    
Product revenue 22 715 3 932
License and other revenue (2 460) 36 186
Other income 45 142
Cost of product revenue (67 909) (17 813)
Research and development expenses (99 582) (86 884)
General and administrative expenses (41 910) (139 147)
    
Operating loss(189 101) (203 584)
    
Share of net loss of joint venture (2 706) (1 266)
Finance income 122 480 50 968
Finance costs (64 300) (52 406)
Exchange rate difference (3 081) 4 744
    
Non-operating profit52 393 2 040
    
Loss before taxes(136 708) (201 544)
Income tax benefit 49 854 17 073
    
Loss for the period(86 854) (184 471)
    
Other comprehensive loss   
Item that will be reclassified to profit or loss in subsequent periods:   
Exchange rate differences on translation of foreign operations (1 523) (4 243)
Total comprehensive loss(88 377) (188 714)
    
    
Loss per share   
Basic and diluted loss for the period per share (0,39) (1,02)

 

Unaudited Condensed Consolidated Interim Statements of Financial Position

        
USD in thousands   30 June
2023
 31 December
2022
      
Non-current assets      
Property, plant and equipment   231,989 220,594
Right-of-use assets   101,402 47,501
Goodwill   11,886 11,643
Other intangible assets   14,007 25,652
Contract assets   8,312 3,286
Investment in joint venture   43,613 48,568
Other long-term assets   2,053 5,780
Restricted cash   25,187 25,187
Deferred tax assets   260,301 209,496
        
Total non-current assets   698,750 597,707
        
Current assets      
Inventories  79,366 71,470
Trade receivables   16,307 32,972
Contract assets   19,129 25,370
Other current assets   34,988 32,949
Receivables from related parties  1,656 1,548
Cash and cash equivalents   60,466 66,427
        
Total current assets   211,912 230,736
        
Total assets   910,662 828,443

 

Unaudited Condensed Consolidated Interim Statements of Financial Position

                                                                                                
USD in thousands 30 June
2023
 31 December
2022
    
Equity    
Share capital2,271 2,126
Share premium1,224,814 1,058,432
Other reserves 38,308 30,582
Translation reserve (2,965) (1,442)
Accumulated deficit (1,740,968) (1,654,114)
      
Total equity (478,540) (564,416)
      
Non-current liabilities    
Borrowings 786,175 744,654
Derivative financial liabilities 229,046 380,232
Other long-term liability to related party 7,440 7,440
Lease liabilities 87,416 35,369
Long-term incentive plan - 544
Contract liabilities 57,387 57,017
Deferred tax liability 45 309
      
Total non-current liabilities 1,167,509 1,225,565
      
Current liabilities     
Trade and other payables43,931 49,188
Lease liabilities 7,983 5,163
Current maturities of borrowings 22,463 19,916
Liabilities to related parties 1,137 1,131
Contract liabilities 58,978 36,915
Taxes payable 1,520 934
Other current liabilities 85,681 54,047
      
Total current liabilities 221,693 167,294
Total liabilities 1,389,202 1,392,859
      
Total equity and liabilities 910,662 828,443

 

Unaudited Condensed Consolidated Interim Statements of Cash Flows

 Six months ended
30 June
2023
 Six months ended
30 June
2022
  
USD in thousands 
  
Cash flows from operating activities   
Loss for the period (86 854) (184 471)
Adjustments for non-cash items:   
Gain on extinguishment of SARs liability - (4 803)
Share listing expense- 83 411
Share-based payment expense 11 911 5 555
Depreciation and amortization 10 934 9 977
Loss on disposal of property, plant and equipment 323 -
Change in allowance for receivables 18 500 -
Share of net loss of joint venture 2 706 1 266
Finance income (122 480) (50 968)
Finance costs 64 300 52 406
Exchange rate difference 3 081 (4 744)
Income tax benefit (49 854) (17 073)
Operating cash flow before movement in working capital(147 433) (109 444)
(Increase) in inventories (7 896) (15 606)
Decrease in trade receivables 16 665 24 092
Increase / (decrease) in liabilities with related parties (102) 2 825
(Increase) / decrease in contract assets 1 215 (20 398)
(Increase) / decrease in other assets 3 711 (11 384)
Increase / (decrease) in trade and other payables (6 182) 17 408
Increase / (decrease) in contract liabilities 37 679 (12 226)
Increase / (decrease) in other liabilities 4 395 (6 963)
    
Cash used in operations(97 948) (131 696)
Interest received 25 8
Interest paid (29 427) (9 220)
Income tax paid(652) (248)
    
Net cash used in operating activities(128 002) (141 156)
    
Cash flows from investing activities   
Acquisition of property, plant and equipment (22 594) (17 660)
Disposal of property, plant and equipment 133 379
Acquisition of intangible assets(2 764) (9 309)
Restricted cash in connection with the amended bond agreement - (14 914)
    
Net cash used in investing activities(25 225) (41 504)
    
Cash flows from financing activities   
Repayments of borrowings (84 507) (1 414)
Repayments of principal portion of lease liabilities (3 700) (5 033)
Proceeds from new borrowings93 561 10 786
Gross proceeds from the private placement equity offering fee 136 877 -
Gross private placement equity offering fee paid (4 141) -
Proceeds from warrants 6 365 -
Gross proceeds from the PIPE Financing - 174 930
Gross PIPE Financing fees paid - (5 561)
Proceeds from the Capital Reorganization- 9 827
Proceeds from loans from related parties - 110 000
    
Net cash generated from financing activities 144 455 293 535
(Decrease) increase in cash and cash equivalents (8 772) 110 875
Cash and cash equivalents at the beginning of the period 66 427 17 556
Effect of movements in exchange rates on cash held2 811 7
    
Cash and cash equivalents at the end of the period60 466 128 438


Alvotech - Q2 2023 MDA.pdf
Alvotech Unaudited Consolidated Financial Statements Q2 2023.pdf