Landsbankinn hf. lauk í dag lokuðu útboði á tveimur víxlaflokkum; LBANK 200228 og LBANK 200528.
Heildartilboð í útboðinu voru 25 talsins og námu samtals 5.340 m. kr.
Fimmtán tilboð að fjárhæð 3.040 m. kr. bárust í flokkinn LBANK 200228 og voru vextir tilboða á bilinu 4,70%-4,90%. Tilboðum var tekið að fjárhæð 1.800 m. kr. á 4,75% flötum vöxtum sem jafngildir verðinu 96,4863.
Tíu tilboð að fjárhæð 2.300 m. kr. bárust í flokkinn LBANK 200528 og voru vextir tilboða á bilinu 4,78%-4,90%. Tilboðum var tekið að fjárhæð 800 m. kr. á 4,89% flötum vöxtum sem jafngildir verðinu 95,2640.
Fjárfestum stóð til boða að greiða fyrir víxla í útboðinu með skuldabréfum í flokki LBANK CB 19 á fyrirfram ákveðna verðinu 100,721. Niðurstaða útboðs er að bankinn kaupir til baka 1.540m að nafnverði í flokki LBANK CB 19.
Stefnt er að töku víxlanna til viðskipta á Nasdaq Iceland þann 28. maí 2019.
Nánari upplýsingar um víxlana má finna á vefsvæði fjármögnunar bankans, www.landsbankinn.is/vixlar.