Icelandic
Birt: 2022-10-06 12:05:36 CEST
Reykjavíkurborg
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Reykjavíkurborg samþykkir tilboð Landsbankans um lánaramma

Reykjavíkurborg hefur samþykkt að taka tilboði Landsbankans um lánaramma til 15 ára að fjárhæð allt að 6.000 m.kr. Fjármagnið verður nýtt til fjármögnunar á fjárfestingaráætlun borgarinnar og fellur undir lántökuáætlun ársins sem gerir ráð fyrir að lántaka á árinu 2022 nemi allt að 25.000 m.kr.

Nánari upplýsingar veitir:

Helga Benediktsdóttir
Skrifstofustjóri fjárstýringar- og innheimtuskrifstofu
Netfang: helga.benediktsdottir@reykjavik.is        
Sími: 898-8272