Drög af uppgjöri fjórða ársfjórðungs 2021 liggja nú fyrir og samkvæmt þeim lítur út fyrir að EBITDA af rekstri Origo á fjórða ársfjórðungi 2021 verði umtalsvert betri en á sama ársfjórðungi síðasta árs.
Áætlað er að EBITDA á fjórða ársfjórðungi verði á bilinu 490 til 530 m.kr samanborið við 381 m.kr á sama ársfjórðungi síðasta árs. Að teknu tilliti til væntra afskrifta má gera ráð fyrir að EBIT fjórðungsins verði á bilinu 260 til 300 m.kr samanborið við 165 m.kr á fjórða ársfjórðungi síðasta árs.
Helstu ástæður eru hærri tekjur og almennt betri afkoma á flestum sviðum en þó sér í lagi í hærri tekjum og sterkri afkomu í sölu á Notendabúnaði.
Hafa ber í huga að upplýsingar sem fram koma í tilkynningu þessari eru einungis bráðabirgðamat og ekki byggðar á endanlegu uppgjöri, endurskoðuðum eða könnuðum niðurstöðum. Forsendur og aðstæður geta tekið breytingum og þar af leiðandi getur afkoma félagsins orðið frábrugðin núverandi drögum á uppgjöri.
Félagið mun birta uppgjör fjórða ársfjórðungs 2021 eftir lokun markaða þann 3. febrúar næstkomandi.
Nánari upplýsingar
Gunnar Petersen, framkvæmdarstjóri fjármálasviðs í síma 825-9001 eða gp@origo.is