Icelandic
Birt: 2021-10-14 11:24:00 CEST
Reykjavíkurborg
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Niðurstaða úr grænu skuldabréfaútboði Reykjavíkurborgar

Reykjavíkurborg hefur lokið útboði í skuldabréfaflokkunum RVKNG 40 1 og RVKG 48 1.

Í heildina bárust tilboð að nafnvirði 4.240 m.kr. í flokkana.

Heildartilboð í RVKNG 40 1 voru samtals 2.270 m.kr. að nafnvirði á bilinu 4,35% - 4,78%. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði 1.360 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 4,50%. Útistandandi fyrir útboð voru 6.820 m.kr. að nafnvirði. Heildarstærð flokksins er nú 8.180 m.kr. að nafnverði.

Heildartilboð í RVKG 48 1 voru samtals 1.970 m.kr. að nafnviði á bilinu 0,97% - 1,35%. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði 1.000 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 1,00%. Útistandandi fyrir útboð voru 6.920 m.kr. að nafnvirði. Heildarstærð flokksins er nú 7.920 m.kr. að nafnverði.

Uppgjörsdagur er þriðjudagurinn 19. október 2021.

Viðskiptavakar Reykjavíkurborgar, Arion banki, Íslandsbanki, Kvika banki og Landsbanki, höfðu umsjón með útboðinu.

Nánari upplýsingar veitir:

Helga Benediktsdóttir
Skrifstofustjóri fjárstýringar- og innheimtuskrifstofu
Netfang: helga.benediktsdottir@reykjavik.is        
Sími: 898-8272