English Icelandic
Birt: 2021-05-05 17:34:13 CEST
Íslandsbanki hf.
Árshlutareikningur (Q1 og Q3)

Islandsbanki hf.: Afkoma á fyrsta ársfjórðungi ársins 2021

 

Helstu atriði í afkomu fyrsta ársfjórðungs 2021 (1F21)

  • Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 3,6 ma. kr. á 1F21 (1F20: -1,4 ma. kr.) og arðsemi eigin fjár var 7,7% á ársgrundvelli (1F20: -3,0%).
  • Hreinar vaxtatekjur námu 8,2 ma. kr. á fjórðungnum samanborið við 8,6 ma. kr. á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir lægra vaxtaumhverfi var vaxtamunur  2,4% samanborið við 2,8% á 1F20.
  • Hækkun í hreinum þóknanatekjum var 14,9% á milli ára, hækkun úr 2,5 ma. kr. í 2,9 ma. kr. er tilkomin vegna aukningar í bæði þóknanatekjum og -gjöldum.
  • Hreinar fjármunatekjur námu 293 m.kr. (1F21: -1,7 ma. kr.) sem skýrist einkum af hreinum virðisbreytingum og markaðsaðstæðum.
  • Stjórnunarkostnaður hækkaði lítillega á milli ára og nam 5,9 ma. kr. á fjórðungnum (1F20: 5,7 ma. kr.). Hækkunin í launalið skýrist einkum af samningsbundnum kjarahækkunum og starfslokagreiðslum á meðan annar rekstrarkostnaður lækkar á milli ára.
  • Kostnaðarhlutfallið lækkar á milli ára og var 52.0% á fyrsta fjórðungi samanborið við 62.9% á sama tíma í fyrra. Aukning í notkun á stafrænum lausnum spilar þar lykilhlutverk.
  • Neikvæð virðisbreyting útlána er mun lægri á fyrsta ársfjórðungi ársins en á sama tíma i fyrra, samtals 518 m.kr. samanborið við 3,5 ma. kr. á 1F20, þróun sem skýrist af batnandi efnahagsaðstæðum. Hrein virðisbreyting útlána til viðskiptavina var 0,05% á fyrsta ársfjórðungi (0,20% á ársgrundvelli) en var 0,91% fyrir árið 2020.
  • Útlán til viðskiptavina jukust um 2,3% á fjórðungnum en þar vegur þyngst aukning húsnæðislána.
  • Hlutfall lána með laskað lánshæfi lækkaði um 0,5% frá árslokum og var 2,4% (miðað við vergt bókfært virði) í lok mars.
  • Innlán frá viðskiptavinum jukust um 19 ma. kr. eða 2,8% frá áramótum.
  • Lausafjárstaða bankans er áfram sterk og öll lausafjárhlutföll vel yfir kröfum eftirlitaðila.
  • Eigið fé bankans nam 185 ma.kr. í lok mars og heildar eiginfjárhlutfall bankans var sterkt og nam 21,9%, það er yfir markmiði bankans sem er 17,5-19%. Vogunarhlutfallið var 12,6% í lok mars samanborið við 13,6% í árslok.
  • Fjárhagsleg markmið bankans hafa nú verið uppfærð í takti við stefnu bankans og batnandi efnahagsumhverfi.

Lykiltölur

 

 

  1F214F203F202F201F20
REKSTURHagnaður eftir skatta, m.kr3.6153.525            3.361            1.245          (1.376)
 Arðsemi eigin fjár (eftir skatta)7,7%7,6%7,4%2,8%(3,0%)
 Vaxtamunur (af heildareignum)2,4%2,5%2,5%2,6%2,8%
 Kostnaðarhlutfall¹52,0%51,7%46,7%57,5%62,9%
 Hrein virðisbreyting útlána til viðskiptavina (á ársgrundvelli)0,20%0,73%0,44%1,03%1,51%
       
  31.3.202131.12.202030.9.202030.6.202031.3.2020
EFNAHAGURÚtlán til viðskiptavina, m.kr1.029.4151.006.717970.309933.320923.850
 Eignir samtals, m.kr1.385.2351.344.1911.328.7241.303.2561.255.691
 Áhættuvegnar eignir, m.kr954.712933.521942.339923.133911.375
 Innlán frá viðskiptavinum, m.kr698.575679.455698.610681.223647.795
 Útlán til viðskiptavina / innlán frá viðskiptavinum147%148%139%137%143%
 Hlutfall lána með laskað lánshæfi²2,4%2,9%3,3%3,6%2,8%
       
       
LAUSAFÉLausafjárhlutfall (LCR), allir gjaldmiðlar172%196%136%179%177%
 Hlutfall stöðugrar fjármögnunar (NSFR), allir gjaldmiðlar119%123%113%117%120%
       
       
EIGIÐ FÉEigið fé samtals, m.kr185.471186.204182.509179.722179.542
 Eiginfjárhlutfall21,9%23,0%22,2%22,2%21,9%
 Eiginfjárhlutfall þáttar 119,2%20,1%19,4%19,4%19,2%
 Vogunarhlutfall12,6%13,6%13,4%13,4%13,5%

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka

Það er ánægjulegt að sjá að afkoma fyrsta ársfjórðungs kemur vel út og er í takti við þá þróun sem var á seinni hluta síðasta árs. Hagnaður bankans á tímabilinu var 3,6 milljarðar sem skilar arðsemi eigin fjár upp á 7,7% og er það mikill viðsnúningur frá sama tímabili í fyrra. Vöxtur var í heildartekjum á milli ára og virðisrýrnun var mun lægri en á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs. Fjárfestingar undanfarinna ára í innviðum og stafrænum lausnum og aukin stafræn notkun viðskiptavina leiddu til lækkunar á kostnaðarhlutfalli bankans á milli ára. Innlán frá viðskiptavinum jukust um 2,8% og útlán til viðskiptavina jukust um 2,3% frá árslokum. Aukninguna í útlánum má aðallega rekja til áframhaldandi aukinnar eftirspurnar á húsnæðislánamarkaði en mun styttri biðtími er eftir afgreiðslu húsnæðislána en áður og mælist mikil ánægja með þjónustuna. Við finnum að eftirspurnin er líka orðin fjölbreyttari og nú býður bankinn viðskiptavinum sínum græn húsnæðislán við fjármögnun á vistvænu húsnæði á hagstæðari kjörum.

Þróun stafrænna lausna á síðustu árum hefur verið hröð og tók stökk þegar þörfin var hvað mest í upphafi heimsfaraldurs. Frá árinu 2017 höfum við séð 20% árlegan vöxt í fjölda notenda í appi og nú eru 99% snertinga við einstaklinga stafrænar. Við höldum áfram á stafrænni vegferð og meðal nýjunga sem við kynntum nýverið er viðbót í appið þar sem viðskiptavinir geta fylgst með kolefnisspori einkaneyslu sinnar.

Nýlega kynntum við markmið Íslandsbanka um að ná fullu kolefnishlutleysi eigi síðar en árið 2040. Undanfarin tvö ár hefur eigin rekstur bankans verið kolefnishlutlaus en nú á markmiðið einnig við um kolefnisspor af öllu lána- og eignasafni bankans. Við erum afar stolt af þessu markmiði sem er í takti við metnaðarfulla áætlun Íslands í loftslagsmálum. Á dögunum hlaut Íslandsbanki flest stig íslenskra fyrirtækja í UFS mati Reitunar en samkvæmt matinu hefur bankinn unnið vel að því að koma sjálfbærnimiðaðri hugsun inn í starfsemi bankans. Einnig hlaut bankinn Kuðunginn, umverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, fyrir framúrskarandi starf í þágu umhverfismála á síðasta ári. Þessir áfangar styðja svo sannarlega við það hlutverk bankans að vera hreyfiafl til góðra verka og sýnum við það í verki með góðum árangri á sviði sjálfbærnimála.

Fjárhagsstaða bankans er áfram sterk og undirstöður traustar. Efnahagsreikningur bankans er traustur með eigin- og lausafjárhlutföll vel yfir innri markmiðum og kröfum eftirlitsaðila. Fjárhagsleg markmið bankans hafa verið uppfærð með það að markmiði að gefa skýrari mynd af þróun og áherslum í stefnu bankans. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur á opinberum vettvangi lýst því yfir að unnið sé að skráningu hlutabréfa bankans á skipulegan verðbréfamarkað, að undangengnu útboði, og að stefnt sé að því að hún eigi sér stað í júní. Það er því ljóst að spennandi tímar eru framundan.

Fjárfestatengsl

Rafrænn afkomufundur Íslandsbanka 1F2021
Fundinum verður streymt í vefstreymi er haldið verður miðvikudaginn 5. maí kl. 16.00 fyrir fjárfesta og markaðsaðila. Birna Einarsdóttir, bankastjóri og Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri munu kynna afkomu bankans og helstu atriði í rekstri hans á fyrsta ársfjórðungi. Fundurinn fer fram á ensku.
Skráning á fundinn fer fram hér. Upptaka af fundinum verður aðgengileg á síðu fjárfestatengsla að fundi loknum.
Markaðsaðilar geta einnig hringt inn á fundinn og lagt fram spurningar í gegnum eftirfarandi símanúmer:

Ísland: +354 800 74 37

Danmörk: +45 3 544 55 77

Svíþjóð: +46 8 566 42 651

Noregur: +47 235 00 243

Bretland: +44 33 330 00 804

Bandaríkin: +1 631 913 1422

Aðgangskóði: 268 994 31#

Öll gögn tengd uppgjöri ásamt upplýsingum um fjárhagsdagatal og þögul tímabil má finna hér: https://www.islandsbanki.is/is/flokkur/bankinn/fjarfestatengsl

Nánari upplýsingar veita:

Póstlisti Íslandsbanka
Ef þú vilt gerast áskrifandi að kauphallarfréttum Íslandsbanka þá vinsamlegast skráðu þig hér: https://www.islandsbanki.is/is/grein/postlisti_ir 

Um Íslandsbanka
Íslandsbanki er alhliða banki sem leggur áherslu á að koma til móts við þarfir viðskiptavina sinna og á sér langa sögu sem nær aftur til ársins 1875. Bankinn leggur áherslu á traustan rekstur og að hafa jákvæð áhrif í samfélaginu en hlutverk bankans er að vera hreyfiafl til góðra verka svo viðskiptavinir okkar nái árangri. Með framtíðarsýnina að vera #1 í þjónustu að leiðarljósi vinna þrjár viðskiptaeiningar þétt saman til þess að viðhalda góðum viðskiptasamböndum. Markaðshlutdeild bankans er sterk og rekur bankinn skilvirkasta útibúanetið á landinu og styður um leið við viðskiptavini sína á stafrænni vegferð þeirra. Umhverfið sem bankinn starfar í er eftirsóknarvert og er Íslandsbanki vel í stakk búinn að takast á við tækifærin framundan með öflugar tæknilegar stoðir og sterkan efnahagsreikning. Íslandsbanki er með lánshæfismatið BBB/A-2 frá S&P Global Ratings.

Fyrirvari
Framangreind fréttatilkynning gæti vísað til spár um framtíðarhorfur sem er háð áhættu- og óvissuþáttum og getur þýtt að raunverulegur árangur verði umtalsvert frábrugðinn því sem spáð er í þessari fréttatilkynningu. Íslandsbanki hf. hefur ekki skyldu til að, og mun ekki, uppfæra þessar spár um framtíðarhorfur félagsins til að endurspegla atburði og aðstæður sem eiga sér stað eftir útgáfu þessarar fréttatilkynningar. Það er ábyrgð fjárfestis að reiða sig ekki seinna meir á spár um framtíðarhorfur sem eru settar fram í þessari  fréttatilkynningu  þar sem þær eiga eingöngu við á þeim tíma sem hún er gefin út. Spár um framtíðarhorfur gefa ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur og eru allar yfirlýsingar um framtíðarhorfur félagsins fullgildar í heild sinni með tilliti til þessa fyrirvara.

Viðhengi



2021.05.05_ISB_Investor Presentation_1Q21.pdf
Factsheet 1Q21.pdf
ISB_Condensed Consolidated Interim Financial Statements_first quarter 2021.pdf
ISB_Frettatilkynning_1F21.pdf
Islandsbanki 1Q21 Factbook.pdf