Aðalfundur Nova Klúbbsins hf. var haldinn í dag, fimmtudaginn 27. mars 2025. Helstu niðurstöður fundarins voru eftirfarandi:
Sjálfkjörið var í stjórn félagsins en stjórn skipa eftirtalin:
Stjórn hefur skipt með sér verkum og var Sigríður Olgeirsdóttir endurkjörin formaður stjórnar.
Í tilnefningarnefnd félagsins voru kjörin:
Samþykkt var tillaga stjórnar um greiðslu arðs sem nemur 0.082 kr. á hlut, sem jafngildir um 300 milljónum kr., að teknu tilliti til eigin bréfa.
Samþykkt var tillaga stjórnar um lækkun hlutafjár félagsins sem nemur 130.091.708 kr. að nafnvirði, en að teknu tilliti til lækkunarinnar nemur heildarhlutfé félagsins 3.553.874.756 kr. að nafnvirði.
Samþykktar voru tillögur stjórnar um starfskjarastefnu félagsins og kaupréttaráætlanir.
Samþykkt var tillaga stjórnar um breytingu á samþykktum sem fólu í sér breytingu á kjörtímabili stjórnar úr einu ári í tvö ár.
Niðurstöður aðalfundarins má að öðru leyti sjá í meðfylgjandi fundargerð.
Viðhengi