Published: 2014-08-28 10:40:58 CEST
CCP hf.
Reikningsskil

Hálfsársuppgjör CCP hf 2014

Tekjur og framlegð félagsins á fyrri helming ársins voru stöðugar miðað við sama tímabil í fyrra og markaðs- og almennur rekstarkostnaður lækkaði. Félagið lauk tímabilinu með 11,3 milljón Bandaríkjadala í handbæru fé og langtímaskuldir lækkuðu um 2,1 milljón. Ákvörðun félagsins um að hætta þróun á fjölspilunar-tölvuleiknum World of Darkness hefur í för með sér töluverðan kostnað vegna uppsagnarákvæða, afskrifta og niðurfærslna ákveðina óefnislegra eigna.  Kostnaður þessi og afskriftir hefur neikvæð áhrif á afkomu tímabilsins.


Sem hluti af áætlunum fyrirtækisins um að sameina og einfalda starfsemi sína hefur CCP lokað skrifstofu sinni í San Francisco og tveir af stjórnendum fyrirtæksins, Joe Gallo fjármálastjóri og David Reid markaðsstjóri, sem eru staðsettir utan borga sem CCP hefur starfsstöðvar í, munu láta af störfum hjá fyrirtækinu.

 

Lykiltölur

  • Tekjur fyrstu sex mánuði ársins námu 36,5 milljónum Bandaríkjadala, samanber 36,7 milljónir Bandaríkjadala á sama tímabil  ársins 2013.
  • Framlegð tímabilsins nam 33,3 milljónum Bandaríkjdala, lækkun um 1,8% samanber sama tímabil ársins 2013.
  • Gjaldfærður rannsóknar- og þróunarkostnaður jókst um 28 milljónir Bandaríkjadala miðað við sama tímabil í fyrra sem er fyrst og fremst vegna verulegrar aukningar í afskriftum og niðurfærslu á ákveðnum eignfærðum þróunarkostnaði í kjölfar þess að þróun á World of Darkness verkefninu var hætt.
  • Niðurfærslan á þróunarkostnaði, sem nemur alls 24 milljónum Bandaríkjadala án skattaáhrifa, er langstærsti þátturinn í því að félagið skilar tapi á tímabilinu upp á 22,8 milljón Bandaríkjadala.
  • Félagið skilaði 4,5 milljónum Bandaríkjadala í EBITDA hagnað á fyrstu sex mánuðum ársins sem er lækkun úr 8,3 milljónum Bandaríkjadala miðað við sama tímabil 2013. Lækkunina má rekja til kostnaðar vegna uppsagnarákvæða fráfarandi starfsmanna og aukins kostnaðar við fyrstu stig nýrra þróunarverkefna.

 

Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri:

“Stöðugar tekjur og framlegð félagsins á milli ára sýna að kjarnastarfsemi okkar, útgáfa og þróun á tölvuleiknum EVE Online, er áfram sterk. Í apríl tókum við þá erfiðu ákvörðun að hætta þróun á tölvuleiknum World of Darkness og einbeita okkur að því markmiði að þróa leiki fyrir einn og sama leikjaheiminn; EVE leikjaveröldina. 

Sem hluti af áætlunum okkar að sameina og einfalda starfsemi okkar á lykilstarfsstöðvum fyrirtækisins, munum við á næstunni kveðja tvo af stjórnendum fyrirtækisins. Joe Gallo og David Reid unnu frábært starf fyrir CCP og ég óska þeim all hins besta á nýjum vettvangi.”

 

Frekari upplýsingar:

Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP
Netfang: eldar@ccpgames.com
Sími 869 8179


CCP hf Financial Statements June 30 2014.pdf
CCP 6 manaa uppgjor 2014 - Frettatilkynning.pdf