Fly Play hf.: Nasdaq Iceland samþykkir umsókn um töku hlutabréfa PLAY til viðskipta á AðalmarkaðiNasdaq Iceland hefur samþykkt umsókn Fly Play hf. („félagið“ eða „PLAY“) um töku hlutabréfa félagsins til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Hlutabréf félagsins verða tekin til viðskipta á Aðalmarkaði þann 8. ágúst n.k. og samhliða tekin úr viðskiptum á First North vaxtarmarkaðinum eftir lokun markaða þann 7. ágúst n.k. Lýsing um töku hlutabréfa félagsins til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland, sem dagsett er 1. ágúst 2024, hefur verið staðfest af Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Lýsingin er á ensku, hana má finna vef PLAY og í viðhengi með þessari tilkynningu. Arctica Finance hefur umsjón með töku hlutabréfa PLAY til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Frekari upplýsingar veita: Birgir Olgeirsson, sérfræðingur í samskiptum bo@flyplay.com
|