English Icelandic
Birt: 2024-03-02 09:40:00 CET
Lánamál ríkisins
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Fitch staðfestir A lánshæfiseinkunn ríkissjóðs með stöðugum horfum

Lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings hefur birt mat á lánshæfi ríkissjóðs. Lánshæfiseinkunn er óbreytt í A og horfur eru stöðugar.

Í fréttatilkynningu Fitch segir að A lánshæfiseinkunn ríkissjóðs endurspegli miklar tekjur á mann og góða stjórnarhætti sem eru sambærilegri við lönd með AAA og AA lánshæfiseinkunn. Ísland hefur byggt upp umtalsverðan viðnámsþrótt sem dregur úr næmni gagnvart ytri áföllum og áhættu í greiðslujöfnuði, svo sem mikinn gjaldeyrisforða og góða sjóðsstöðu ríkissjóðs, sem hefur verið lækkuð á undanförnum árum. Til styrkleika teljast verulegar lífeyrissjóðseignir, traust fjármálakerfi og sterkir efnahagsreikningar einkageirans. Smæð hagkerfisins, einsleitni útflutnings og háar opinberar skuldir halda aftur af einkunninni.

Aukin tiltrú á markverða og viðvarandi lækkun í skuldahlutfalli hins opinbera, meiri leitnivöxtur þjóðarbúsins og/eða vísbendingar um aukna fjölbreytni hagkerfisins sem minnka næmni Íslands gagnvart ytri áföllum gætu haft jákvæð áhrif á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs.

Markvert verra skuldahlutfall hins opinbera, til dæmis vegna viðvarandi slaka í ríkisfjármálum, eða alvarlegt efnahagsáfall, til dæmis vegna skarprar leiðréttingar á fasteignamarkaði gætu haft neikvæð áhrif á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs.

Nánari upplýsingar á www.fjr.is