Eftir samtöl við hluthafa hefur stjórn Nova Klúbbsins samþykkt breytingatillögu að því er varðar tillögu stjórnar til aðalfundar félagsins um kaupréttaráætlanir (dagskrárliður 9) þess efnis að nýtingarverð kauprétta stjórnenda skuli leiðrétt með 5,5% árlegum vöxtum (til hækkunar) frá úthlutunardegi og fram að fyrsta mögulega nýtingardegi fyrir hvert nýtingartímabil.
Fyrri tillaga stjórnar kvað á um að nýtingarverð skyldi aðeins leiðrétt að þessu leyti fram að fyrsta mögulega nýtingardegi, en ekki fram að fyrsta mögulega nýtingardegi fyrir hvert nýtingartímabil.
Endanlegar tillögur stjórnar, svo uppfærðar, eru meðfylgjandi, auk uppfærðrar kaupréttaráætlunar fyrir stjórnendur til samræmis.
Aðalfundur Nova Klúbbsins verður haldinn á morgun, fimmtudaginn 27. mars, kl. 16, að Lágmúla 9, 4. hæð og með rafrænum hætti. Athygli er vakin á að hluthafar eða umboðsmenn hluthafa sem hafa hug á að sækja fundinn, hvort sem er rafrænt eða á staðnum, þurfa að skrá sig hér, fyrir kl. 16 í dag, miðvikudaginn 26. mars. Skráningu á fundinn þarf að fylgja afrit af skilríkjum og umboð, ef við á.
Nánari upplýsingar og fundargögn er að finna á vefsíðu félagsins, www.nova.is/fjarfestar.
Viðhengi