Árshlutareikningur samstæðu Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar hf. fyrir tímabilið 1. mars 2024 – 30. nóvember 2024 var samþykktur af stjórn og forstjóra á stjórnarfundi 16. janúar 2025.
Helstu niðurstöður árshlutareiknings fyrir þriðja ársfjórðung fjárhagsársins 2024 eru:
Helstu niðurstöður árshlutareiknings fyrstu 9 mánuði fjárhagsársins 2024 eru:
Rekstur Q3 2024 (millj. kr.)
Rekstrarreikningur Q3 2024 | Q3 2024 | Q3 2023 | Breyt. | % Breyt |
Vörusala | 11.314 | 11.217 | 97 | 1% |
Áfengis- og skilagjald | 2.899 | 2.790 | 108 | 4% |
Vörunotkun | 4.454 | 4.515 | -61 | -1% |
Annar framleiðslukostnaður | 207 | 171 | 35 | 21% |
Framlegð | 3.754 | 3.740 | 14 | 0% |
Aðrar tekjur | 9,4 | 16,6 | -7,3 | -44% |
Laun og launatengd gjöld | 1.331 | 1.211 | 119 | 10% |
Sölu- og markaðskostnaður | 681 | 613 | 68 | 11% |
Annar kostnaður | 592 | 543 | 49 | 9% |
EBITDA | 1.160 | 1.390 | -229 | -16% |
Afskriftir | 289 | 261 | 27 | 10% |
EBIT | 872 | 1.128 | -257 | -23% |
Fjármagnsliðir og áhrif hlutdeildarfélaga | 173 | 252 | -79 | -31% |
Hagnaður fyrir skatta | 698 | 876 | -178 | -20% |
Tekjuskattur | 130 | 148 | -18 | -12% |
Hagnaður e skatta | 568 | 728 | -160 | -22% |
Vörusala á ársfjórðungnum hækkaði um 97 millj. kr. frá sama tímabili í fyrra, eða um 1%. Sala til hótela og veitingastaða jókst um rúm 6% milli ára, en samdráttur varð á sölu til stórmarkaða um tæp 4% Góð aukning var einnig á sölu til fyrirtækja og ÁTVR á ársfjórðungnum.
Áfram hefur gengið vel að halda aftur af ýmsum kostnaðarþáttum á ársfjórðungnum. Í samanburði milli ára þarf að hafa í huga kostnað vegna markaðssetningar Collab erlendis. Áhrif Collab markaðssetningar erlendis á EBITDA þriðja ársfjórðungs eru 94 millj. kr.
Fjármagnsliðir og áhrif hlutdeildarfélaga lækka um 79 millj. kr. milli ára og munar mest um 35 millj. kr. jákvæðan gengismun á ársfjórðungnum sem stafar af styrkingu íslensku krónunnar.
Efnahagsreikningur | 30.11.2024 | 29.2.2024 | Breyt. | % Breyt |
Eignir | 33.559 | 30.665 | 2.894 | 9% |
Eigið fé | 15.771 | 15.047 | 724 | 5% |
Eiginfjárhlutfall | 47,0% | 49,1% | -2,1 | |
Vaxtaberandi skuldir og leigusk. | 9.194 | 7.279 | 1.915 | 26% |
Handbært fé | 177 | 1.524 | -1.347 | -88% |
Nettó vaxtaberandi skuldir og leigusk. | 9.017 | 5.755 | 3.262 | 57% |
EBITDA sl. 12 mán | 4.897 | 5.504 | -608 | -11% |
NIDB/EBITDA sl. 12 mán | 1,8 | 1,0 | 0,8 |
Nettó vaxtaberandi skuldir að viðbættri húsaleiguskuldbindingu voru 9.017 millj. kr. í lok ársfjórðungsins. Það er 3.262 millj. kr. hækkun frá lokum síðasta fjárhagsárs. Síðasta dag ársfjórðungsins bar upp á helgidag og gjalddagi hárra viðskiptakrafna eins og hjá ÁTVR komu til greiðslu í byrjun desember. Jafnframt fór launagreiðsla fyrir ágúst fram á tímabilinu en venjulega greiðast laun fyrsta vika dag næsta mánaðar. Þetta er sama staða og var uppi við lok Q2. Áhrifin af þessu voru yfir 1 ma. kr. sem þarf að hafa í huga þegar handbært fé, skuldastaða og staða viðskiptakrafna eru skoðaðar. Í júní var greiddur 1.419 millj. kr. arður til hluthafa og í maí voru seldir nýir hlutir fyrir 184 millj. kr. vegna kaupréttarsamninga. Í október var fjárfest í félaginu KK6 fasteignafélag ehf. (áður Á.Ó eignarhaldsfélag ehf.) fyrir um 1.550 millj. kr.
Meðalvextir skulda samstæðunnar í íslenskum krónum voru 10,5% þann 30. nóvember 2024.
Rekstur 9 mán 2024 (millj. kr.)
Rekstrarreikningur 9 m 2024 | 9 m 2024 | 9 m 2023 | Breyt. | % Breyt |
Vörusala | 35.286 | 35.052 | 234 | 1% |
Áfengis- og skilagjald | 9.116 | 9.013 | 103 | 1% |
Vörunotkun | 13.724 | 13.889 | -165 | -1% |
Annar framleiðslukostnaður | 687 | 490 | 197 | 40% |
Framlegð | 11.759 | 11.661 | 99 | 1% |
Aðrar tekjur | 27,4 | 40,0 | -12,6 | -32% |
Laun og launatengd gjöld | 3.891 | 3.564 | 327 | 9% |
Sölu- og markaðskostnaður | 2.232 | 1.946 | 286 | 15% |
Annar kostnaður | 1.792 | 1.712 | 80 | 5% |
EBITDA | 3.872 | 4.479 | -608 | -14% |
Afskriftir | 837 | 763 | 74 | 10% |
EBIT | 3.035 | 3.717 | -682 | -18% |
Fjármagnsliðir og áhrif hlutdeildarfélaga | 601 | 247 | 354 | 143% |
Hagnaður fyrir skatta | 2.433 | 3.470 | -1036 | -30% |
Tekjuskattur | 454 | 588 | -135 | -23% |
Hagnaður e skatta | 1.980 | 2.881 | -902 | -31% |
Vörusala
Velta samstæðunnar á fyrstu 9 mánuðum fjárhagsársins jókst um 234 millj. kr. eða um 1%. Sala til stórmarkaða og fyrirtækja stóð í stað á tímabilinu en lítilsháttar aukning var í sölu til hótela og veitingastaða.
Rekstrarumhverfi margra viðskiptavina Ölgerðarinnar hefur orðið erfiðara að undanförnu og má m.a. rekja það til hækkana á aðföngum, launahækkana í síðustu kjarasamningum og minni sölu. Viðskiptakröfur Ölgerðarinnar eru samt sem áður nokkuð traustar og er ekki útlit fyrir stór áföll.
Velta það sem af er fjórða ársfjórðungi 2024 er 1% hærri en á sama tímabili í fyrra.
Laun og launatengd gjöld
Laun og launatengd gjöld námu 3.891 millj. kr. á fyrstu 9 mánuðum fjárhagsársins og hækkuðu um 327 millj. kr. milli ára eða 9,2%. Launahlutfallið á tímabilinu var 11,0% samanborið 10,2% á sama tímabili árið áður.
Rekstrargjöld
Rekstrargjöld námu 4.024 millj. kr. á fyrstu 9 mánuðum fjárhagsársins og hækkuðu um 367 millj. kr. milli ára. Kostnaðarhlutfallið var 11,4% samanborið við 10,4% árið áður. EBITDA hlutfall á árinu var 11,0% samanborið við 12,8% árið áður.
Fjármagnsliðir og hlutdeildarfélög
Hrein vaxtagjöld lækkuðu um 36 millj. kr. á fyrstu 9 mánuðum fjárhagsársins m.v. sama tímabil í fyrra og gengistap hækkaði um 17 millj. kr. milli ára.
Víxlaútgáfa hefur gengið samkvæmt áætlunum og viðtökur á markaði hafa verið góðar.
Í fyrra voru tekjufærðar 386 millj. kr. einskiptistekjur vegna hækkunar á hlut Ölgerðarinnar í Iceland Spring sem er nú orðið dótturfélag. Hlutdeildartekjur lækka því um 374 millj. kr. á fyrstu 9 mánuðum fjárhagsársins.
Iceland Spring
Reksturinn á Iceland Spring á fyrstu 9 mánuðum fjárhagsársins var áfram mjög góður og í samræmi við áætlanir. EBITDA var 301 millj. kr. samanborið við 244 millj. kr. á sama tímabili 2023. Á árinu 2025 er stefnt að því að koma fram með fleiri vörunýjungar í dósum sem styrkja vöruframboð til viðskiptavina Iceland Spring enn frekar.
Collab útflutningur
Sala á Collab í Danmörku hefur gengið samkvæmt áætlun. Undirbúningsvinna við markaðssetningu í Þýskalandi stendur yfir og áætlað er að hefja sölu á fyrri hluta næsta fjárhagsárs. Nú þegar liggja fyrir fyrstu samningar við sölu- og dreifingaraðila í norðvestur hluta Þýskalands.
Á þessu fjárhagsári er áfram gert ráð fyrir um 300 millj. kr. fjárfestingu vegna markaðssetningar Collab erlendis. Á fyrstu 9 mánuðum fjárhagsársins hefur verið fjárfest fyrir 219 millj. kr. Á árunum 2025 og 2026 er gert ráð fyrir áframhaldandi fjárfestingu sem nemur að lágmarki 300 millj. kr. hvort ár. Gert er ráð fyrir að frá og með árinu 2027 muni EBITDA áhrifin verða jákvæð.
Fjárfestingar
Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum námu 1.094 millj. kr. á fyrstu 9 mánuðum fjárhagsársins að undanskildum kaupum á KK6 fasteignafélagi ehf. (áður Á.Ó. eignarhaldsfélag ehf.) og voru í samræmi við áætlanir. Meðal fjárfestinga á þriðja ársfjórðungi var uppfærsla á framleiðslulínu fyrir bjórkúta ásamt því sem fjárfest var í tveimur rafmagnsvörubílum en reynslan af rekstri slíkra bíla í dreifingu Ölgerðarinnar hefur verið afar góð.
Fjárfestingar fjárhagsársins 2024 (fyrir utan kaupin á KK6 fasteignafélagi ehf.) eru áætlaðar 1.452 millj. kr sem er 209 millj. kr. hækkun frá því sem kynnt var við lok annars ársfjórðungs. Ástæða hækkunar er að mestu vegna innréttingar og búnaðar í vöruhúsið að Köllunarklettsvegi en áætlað er að það verði tekið í notkun í lok janúar.
„Ölgerðin heldur áfram að renna styrkum stoðum undir rekstur sinn, þó vissulega finnum við fyrir krefjandi ytri aðstæðum, eins og flest fyrirtæki. Vörusala á ársfjórðungnum jókst og munar þar mestu um betri sölu til hótela og veitingastaða, fyrirtækja og ÁTVR. Á ársfjórðungnum hélt vöxtur Iceland Spring áfram og framundan eru spennandi nýjungar sem munu styrkja vöruframboðið enn frekar. Markaðssetning Collab á erlendum mörkum gengur samkvæmt áætlunum og er nú áætlað að sala á Collab í Þýskalandi hefjist á fyrri hluta næsta fjárhagsárs, en þegar hefur verið gengið frá fyrstu samningum við sölu- og dreifingaraðila. Fjárfestingaráætlanir okkar hafa gengið eftir en á ársfjórðungnum uppfærðum við m.a. framleiðslulínuna fyrir bjórkúta og bættum að auki við tveimur rafmagnsvörubílum til dreifingar, en reynsla af rekstri slíkra bíla hjá Ölgerðinni hefur verið góð. Þá var fjárfest í nýju vöruhúsi við Köllunarklettsveg sem verður tekið í notkun undir lok þessa mánaðar. Undirbúningur að viðbyggingu er hafinn sem tvöfaldar rýmið og er stefnt að því að síðari helmingur vöruhúss verði tekinn í notkun á fyrri hluta næsta árs. Markmiðið með kaupunum er að bæta þjónustu samstæðunnara til viðskiptvin á sviði stóreldhúsa með því að sjá sjálf um hýsingu og tínslu á þeim vörum í stað útvistunar til þriðja aðila. Við horfum með bjartsýni til framtíðar, enda verkefnin næg og tækifærin svo sannarlega til staðar,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.
Nánari upplýsingar veita:
Andri Þór Guðmundsson, forstjóri, í síma 665-8010
Jón Þorsteinn Oddleifsson, fjármálastjóri í síma 820-6491
Viðhengi