Icelandic
Birt: 2021-08-18 18:46:52 CEST
Lánasjóður sveitarfélaga ohf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Lánasjóður sveitarfélaga - útgáfa á óverðtryggðum grænum skuldabréfum

Lánasjóður sveitarfélaga lauk í dag, 18. ágúst 2021, lokuðu útboði á nýjum grænum skuldabréfum í flokknum LSB280829 GB.

Skuldabréfin eru óverðtryggð til 8 ára en höfuðstóll er greiddur með einni greiðslu þann 28. ágúst 2029. Skuldabréfin bera fasta 4,0% vexti en vaxtagreiðslur fara fram einu sinni á ári, í fyrsta skipti 28. ágúst 2022.

Útboðið var með hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð voru boðin fjárfestum á hæstu ávöxtunarkröfu sem tekin var í flokknum.

Alls bárust 20 tilboð í skuldabréfaflokkinn LSB280829 GB að nafnvirði 2.862 milljónir króna á ávöxtunarkröfu á bilinu 4,03% - 4,50%. Ákveðið var að taka tilboðum að fjárhæð 1.762 milljónum króna á ávöxtunarkröfunni 4,20%.

Afrakstri skuldabréfaútboðsins verður varið til að fjármagna verkefni sveitarfélaga sem stuðla að umhverfisvernd og sporna gegn loftlagsbreytingum.

Greiðslu- og uppgjörsdagur er fyrirhugaður föstudaginn 27. ágúst 2021. Útgefandi mun óska eftir töku skuldabréfanna til viðskipta á Nasdaq Iceland Sustainable Bond markaðnum sama dag.

Markaðsviðskipti Landsbankans höfðu umsjón með sölu skuldabréfanna.

Nánari upplýsingar veita:

Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga, í síma 515-4948 eða ottar@lanasjodur.is

Gunnar S. Tryggvason, Verðbréfamiðlun Landsbankans, í síma 410 6709 / 821 2090 eða gunnars@landsbankinn.is