REITIR: Rekstrarhorfur fyrir árið 2022 Stjórnendur Reita hafa metið rekstrarhorfur fyrir árið 2022 og eru væntingar félagsins til rekstrar á árinu góðar. Félagið gerir ráð fyrir að tekjur ársins 2022 verði á bilinu 12.750-13.000 m.kr. og að rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu verði á bilinu 8.500-8.750 m.kr.
Áætlað er að áhrif kórónuveirufaraldursins á afkomu félagins dvíni áfram og verði umtalsvert minni árið 2022 en árin tvö á undan. Jafnframt er þess vænst að útleiga verði góð á árinu og að nýtingarhlutfall hækki milli ára. Í framangreindum horfum er miðað við óbreytt eignasafn, en félagið áformar þó bæði umtalsverðar fjárfestingar innan eignasafnsins sem og kaup nýrra tekjuberandi eigna ef tækifæri gefast. Samstæðureikningur félagsins fyrir árið 2021 verður birtur þann 14. febrúar næstkomandi. Fyrirspurnir og nánari upplýsingar um Reiti Guðjón Auðunsson, forstjóri. Sími 660 3320, netfang gudjon@reitir.is Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri. Sími 669 4416, netfang einar@reitir.is Um Reiti | Fjárfestaupplýsingar Reita
|