Hagar hf.: Einskiptisliðir hafa áhrif á afkomu 2022/23Einskiptisliðir hafa nokkur áhrif á EBITDA afkomu Haga á núverandi rekstrarári sem lýkur í febrúar nk. Eins og áður hefur komið fram eru áhrif vegna viðskipta Haga með Klasa um 966 millj. kr. en auk þess hefur félaginu borist endurgreiðsla flutningsjöfnunargjalds að upphæð 412 millj. kr. auk vaxta. Afkomuspá af rekstri félagsins fyrir rekstrarárið 2022/23 er óbreytt án tillits til einskiptisliða, þ.e. EBITDA verður 10.200-10.700 millj. kr. Einskiptisliðir nema hins vegar samtals 1.378 millj. kr. á árinu. Að teknu tilliti til einskiptisliða má því gera ráð fyrir að EBITDA afkoma Haga fyrir rekstrarárið 2022/23 verði á bilinu 11.600-12.100 millj. kr. Nánari upplýsingar veitir Finnur Oddsson, forstjóri Haga, fo@hagar.is
|