Helstu atriði í afkomu þriðja ársfjórðungs
Helstu atriði í afkomu fyrstu níu mánaða ársins 2021
VILHELM MÁR ÞORSTEINSSON, FORSTJÓRI
„Ég er mjög ánægður með áframhaldandi sterkan rekstrarárangur á þriðja ársfjórðungi. Niðurstöðurnar einkennast af góðu framlagi frá bæði áætlunarsiglingum og flutningsmiðlun sem eru helstu drifkraftar bættrar afkomu. Þær óvenjulegu markaðsaðstæður sem hafa verið á alþjóðaflutningamörkuðum halda áfram að vera krefjandi og sem fyrr hafa þessar aðstæður bæði áhrif á tekjur og kostnað. Við teljum okkur þó vera farin að sjá fyrstu merki um stöðugleika í alþjóðlegum verðvísitölum.
EBITDA á fjórðungnum var sterk og nam 36,8 milljónum evra og hefur hagnaður aldrei verið meiri á einum fjórðungi en hann nam 20,7 milljónum evra. Við áttum annan góðan ársfjórðung í gámasiglingakerfinu sem rekja má til góðrar magnþróunar, sérstaklega í útflutningi frá Íslandi og Trans-Atlantic flutningum, ásamt virkri tekjustýringu. Frystiflutningar í Noregi skiluðu einnig góðum árangri vegna góðrar nýtingar og betra jafnvægis í kerfinu. Í alþjóðaflutningsmiðluninni náðum við frábærum árangri á markaði sem einkennist af mjög háum alþjóða flutningsverðum ásamt skorðum á afkastagetu á alþjóðaflutningsmörkuðum. Þá er ég mjög ánægður að sjá metafkomu í fjórðungnum af starfseminni okkar í Asíu.
Magn í Trans-Atlantic flutningum hefur farið stöðugt vaxandi frá árinu 2017 þegar vikulegar siglingar hófust. Frá fyrsta ársfjórðungi þessa árs höfum við verið með fullnýtt skip á vesturleiðinni til Norður Ameríku og jókst magnið á þriðja ársfjórðungi um 50% samanborið við sama fjórðung síðasta árs. Magnið í Trans-Atlantic gerir okkur kleift að bjóða viðskiptavinum uppá vikulega þjónustu milli Íslands og Norður Ameríku.
Í krefjandi alþjóðlegu umhverfi hefur okkur tekist að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu í áætlunarsiglingum og flutningsmiðlun þar sem staða okkar sem leiðandi flutningafyrirtæki á Norður-Atlantshafi með öflugt alþjóðlegt skrifstofunet kemur sér vel. Við byggjum á sterkum viðskiptasamböndum og sérfræðiþekkingu starfsmanna okkar og erum vel staðsett á markaðnum með áherslu okkar á flutning á frystum og kældum vörum.
Þrátt fyrir krefjandi aðstæður á alþjóðlegum flutningamörkuðum þá er útlitið fyrir fjórða ársfjórðung gott og af þeim sökum höfum við hækkað afkomuspá fyrir árið í heild.“
KYNNINGARFUNDUR 10. NÓVEMBER 2021
Stjórn Eimskipafélags Íslands hf. samþykkti samandreginn árshlutareikning samstæðu Eimskips fyrir þriðja ársfjórðung 2021 á stjórnarfundi þann 9. nóvember 2021. Kynningarfundur fyrir fjárfesta og markaðsaðila verður haldinn miðvikudaginn 10. nóvember kl. 8:30 í höfuðstöðvum félagsins Sundabakka 2, 2. hæð. Þátttakendur eru vinsamlega beðnir um að skrá sig fyrir lok dags 9. nóvember. Fundurinn verður einnig rafrænn og verður honum streymt beint á fjárfestasíðu Eimskips www.eimskip.com/investors. Þar munu Vilhelm Már Þorsteinsson forstjóri og María Björk Einarsdóttir fjármálastjóri kynna uppgjör félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. Uppgjörsgögn og upptöku af fundinum verður einnig hægt að nálgast á fjárfestasíðunni.
FREKARI UPPLÝSINGAR
Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- og samskiptasviðs, sími: 825 3399, netfang: investors@eimskip.com .
María Björk Einarsdóttir, fjármálastjóri , sími: 825 7350, netfang: maria@eimskip.com.
TIL ATHUGUNAR FYRIR FJÁRFESTA
Eimskip vekur athygli á því að staðhæfingar sem finna má í þessari afkomutilkynningu kunna að vera byggðar á mati og áætlunum stjórnenda félagsins en ekki á staðreyndum sem hægt er að sannreyna við birtingu tilkynningarinnar. Eðli málsins samkvæmt fela slíkar staðhæfingar í sér óvissu. Athygli fjárfesta er vakin á því að margir þættir geta haft þau áhrif að rekstrarumhverfi félagsins og afkoma verði með öðrum hætti en forsendur gera ráð fyrir í tilkynningunni. Þessi tilkynning verður ekki endurskoðuð eftir birtingu hvað þetta varðar. Staðhæfingar sem finna má í þessari afkomutilkynningu gilda eingöngu á því tímamarki þegar tilkynningin er fyrst birt og takmarkast gildi þeirra við sem segir í fyrirvara þessum.
Viðhengi