Published: 2012-12-12 14:21:27 CET
Reginn hf.
Breyting á stjórn/framkvæmdastjórn/endurskoðendum

Nýr fjármálastjóri tekur við hjá Reginn hf. í mars 2013

Jóhann Sigurjónsson, viðskiptafræðingur mun taka við sem fjármálastjóri fasteignafélagsins Regins hf. 1. mars nk. Jóhann hefur síðan 2010 verið fjármálastjóri Eignarhaldsfélagsins Smáralind ehf. sem er ein af meginstoðum Regins samstæðunnar, jafnhliða sem hann hefur starfað á fjármálasviði Regins. Jóhann þekkir því vel til innviða og starfsemi Regins. Jóhann hefur langa reynslu sem fjármálastjóri í félagi skráðu á verðbréfamarkaði en hann var fjármálastjóri og regluvörður HB Granda hf. á árunum 2002 – 2010, þar áður starfaði Jóhann m.a. hjá Íslandsbanka, Glitni, Pharmaco og sem bæjarstjóri í Mosfellsbæ.

Frekari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson

Forstjóri Regins hf.

Sími:  512 8900 / 899 6262