Orkuveita Reykjavíkur | Niðurstaða útboðs grænna skuldabréfaÚtboði á grænum skuldabréfum Orkuveitu Reykjavíkur lauk í dag, 12. desember 2023. Gefin voru út skuldabréf í skuldabréfaflokkunum OR020934 GB, OR180255 GB og OR161126 GB. OR161126 GB er óverðtryggður skuldabréfaflokkur með vaxtagreiðslufyrirkomulagi og ber 7,0% fasta vexti sem greiðast fjórum sinnum á ári fram að lokagjalddaga þann 16. nóvember 2026. Áður hafa verið gefin út bréf að nafnverði 720m kr. í flokknum. Heildartilboð í flokkinn voru samtals 1.810 m.kr. að nafnvirði, þar sem ávöxtunarkrafan var á bilinu 9,18% - 9,55%. Tilboðum að fjárhæð 866 m.kr var tekið á ávöxtunarkröfunni 9,25%. OR020934 GB ber fasta verðtryggða vexti og greiðir jafnar greiðslur á sex mánaða fresti með lokagjalddaga 2. september 2034. Áður hafa verið gefin út bréf að nafnverði 21.127 m.kr. í flokknum. Heildartilboð í flokkinn voru samtals 1.445 m.kr. að nafnvirði, þar sem ávöxtunarkrafa var á bilinu 3,99% - 4,10%. Tilboðum að fjárhæð 480 m.kr. að nafnvirði var tekið á ávöxtunarkröfunni 4,05%. OR0180255 GB ber fasta verðtryggða vexti og greiðir jafnar greiðslur á sex mánaða fresti með lokagjalddaga 18. febrúar 2055. Áður hafa verið gefin út bréf að nafnverði 27.281 mkr. í flokknum. Heildartilboð í flokkinn voru samtals 2.940 m.kr. að nafnvirði, þar sem ávöxtunarkrafa var á bilinu 3,51% - 3,74%. Tilboðum að fjárhæð 2.640 m.kr. var tekið á ávöxtunarkröfunni 3,55%. Fossar fjárfestingarbanki hf. hefur umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna sem og töku þeirra til viðskipta á markaði Nasdaq á Íslandi með sjálfbær skuldabréf.
Nánari upplýsingar: Brynja Kolbrún Pétursdóttir, framkvæmdastýra Fjármála OR, sími: 516-6100, netfang: brynja.kolbrun.petursdottir@or.is Matei Manolescu, markaðsviðskiptum Fossa fjárfestingarbanka, sími: 522 4008, netfang: matei.manolescu@fossar.is
|