English Icelandic
Birt: 2023-05-10 18:21:00 CEST
Arion banki hf.
Innherjaupplýsingar

S&P Global Ratings staðfestir lánshæfismat Arion banka BBB/A-2, horfum breytt úr stöðugum í neikvæðar

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings hefur staðfest BBB lánshæfismat Arion banka til langs tíma en breytir horfum úr stöðugum í neikvæðar. Skammtíma lánshæfismat er áfram A-2.

Samkvæmt áhættumati S&P á íslensku efnahagsumhverfi frá júlí 2022 sem staðfest var í mars á þessu ári hefur áhætta í efnahagsumhverfinu hérlendis aukist, ekki síst vegna hækkunar fasteignaverðs og vaxtastigs.

Breytt mat S&P á íslensku efnahagsumhverfi leiðir til þess að S&P gerir auknar kröfur um eiginfjárhlutfall Arion banka til þess að viðhalda „mjög sterkri“ (e.“ very strong“) eiginfjárstöðu. Kröfur S&P eru umtalsvert umfram heildareiginfjárkröfur eftirlitsaðila. S&P breytir horfum úr stöðugum í neikvæðar þar sem bankinn er undir fyrrgreindum viðmiðum fyrirtækisins. Vöxtur fyrirtækjalána og útgreiðsla eiginfjár hafa einnig haft áhrif í þessu sambandi.

S&P telur að arðsemi Arion banka verði áfram góð sem mun styðja við vöxt eiginfjár bankans og væntir fyrirtækið þess að Arion banki muni styrkja eiginfjárstöðuna á næstu 12-24 mánuðum. Er það í samræmi við áform bankans um þróun eiginfjárhlutfalls eins og fram kom í afkomutilkynningu fyrir fyrsta ársfjórðung 2023.


SP Global Ratings stafestir lanshfismat Arion banka BBBA-2 horfum breytt ur stougum i neikvar.pdf
SP Ratings Update May 10 2023.pdf