Published: 2002-06-14 10:20:36 CEST
Landsbanki Íslands hf.
Fyrirtækjafréttir
Útboði 20% hlutafjár í Landsbanka Íslands hf. lokið
Sala 20% hlutafjár í Landsbanka Íslands hf. með almennu útboði sem hófst kl.
10:00 í morgun er nú yfirstaðin. Hlutabréfin voru áður í eigu ríkissjóðs. Til
sölu voru 1.369.140.724 kr. og var útboðsgengi fest, fyrstu 3 daga
útboðstímabils, í 3,50. Söluandvirði þessa 20% hlutar er því 4.723.535.498 kr.
Er þetta eitt umfangsmesta einkavæðingarverkefni ríkissjóðs frá upphafi og það
stærsta sem framkvæmt er með almennu útboði. Eignarhlutur ríkissjóðs í
Landsbankanum er 48,29% eftir þessa sölu.
Landsbankinn mun birta lista yfir 20
stærstu hluthafa í félaginu í síðasta lagi fyrir opnun markaða þann 18. júní.