English Icelandic
Birt: 2021-05-12 18:16:50 CEST
Sýn hf.
Árshlutareikningur (Q1 og Q3)

Sýn hf.: Viðsnúningur í efnahag

Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2021 var samþykktur á stjórnarfundi þann 12. maí 2021.

Helstu niðurstöður:

  • Tekjur á fyrsta ársfjórðungi (1F) 2021 námu 4.962 m.kr. en tekjur dragast saman um 33 m.kr. frá sama tímabili árið 2020.
  • EBITDA nam 1.388 m.kr. á 1F 2021 í samanburði við 1.355 m.kr. á sama tímabili í fyrra. EBITDA hlutfallið er 28,0% á 1F 2021 samanborið við 27,1% á 1F 2020. EBITDA hækkar á milli tímabila vegna lægri rekstrarkostnaðar sem er að miklu leyti vegna þeirrar kostnaðarhagræðingar sem unnið hefur verið að.
  • Tap á 1F 2021 nam 231 m.kr. samanborið við 350 m.kr. tap á sama tímabili í fyrra. Af 231 m.kr. tapi eru 189 m.kr. gjaldfærsla vegna sölu á færeyska hlutdeildarfélaginu.
  • Handbært fé frá rekstri á fjórðungnum nam 542 m.kr. samanborið við 1.053 m.kr. á sama tímabili árið áður, sem er lækkun um 49%.  
  • Heildarfjárfestingar á fyrstu þremur mánuðum ársins 2021 námu 807 m.kr. þar af eru fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum og óefnislegum eignum (án sýningarrétta) 231 m.kr. og fjárfesting í sýningarréttum 576 m.kr.
  • Fjármögnunarhreyfingar á fyrsta ársfjórðungi voru neikvæðar um 320 m.kr. á móti 590 m.kr. á sama tímabili árið 2020 sem er 270 m.kr. lækkun.
  • Eiginfjárhlutfall félagsins var 27,8% í lok fyrsta fjórðungs ársins 2021.
  • Þann 31. mars var skrifað undir samninga um sölu á óvirkum farsímainnviðum félagsins. Viðskiptin munu styrkja efnahagsreikning félagsins. Umsamið söluverð er um 7,1 milljarðar og nemur væntur söluhagnaður yfir 6,5 milljörðum króna. Samhliða var gerður langtímaleigusamningur, sem tryggja mun áframhaldandi aðgang félagsins að hinum óvirku farsímainnviðum. Allur virkur farsímabúnaður verður áfram í eigu Sýnar hf. Í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) verður farið með viðskiptin sem sölu og endurleigu á eignum. Af þeirri ástæðu mun meðferð þess söluhagnaðar sem verður af viðskiptunum ekki vera færður nema að hluta í gegnum rekstur á söludegi. Viðskiptin eru háð samþykkti eftirlitsstofnanna.
  • Þann 31. mars var einnig undirritaður samningur um sölu á 49,9% hlut í færeyska hlutdeildarfélaginu P/F 20.11.19. Kaupverðið er 52,5 milljónir DKK. Bókfært verð fjárfestingar í hlutdeildarfélaginu var hærra en söluverð og því var gjaldfært tap af sölunni að fjárhæð 189 m.kr. Kaupverðið var greitt að fullu til félagsins þann 21. apríl. Áfram verður til staðar þjónustusamningur á milli félaganna.
  • Viðskiptin hafa engin áhrif á EBITDA en styrkja efnahagsreikning og lausafjárstöðu félagsins.

Heiðar Guðjónsson, forstjóri:

„Ég hef sagt að árið 2020 hafi verið ár viðsnúnings í rekstri. Það er ljóst að árið 2021 er ár viðsnúnings í efnahag Sýnar hf.  Með sölu á óvirkum innviðum úr farsímakerfinu erum við að innleysa um 6,5 milljarða söluhagnað án þess að reksturinn til framtíðar verði fyrir neikvæðum áhrifum. Við náðum í samningaviðræðum að hækka söluandvirðið upp í 7,1 milljarð. Eins seldum við frá okkur hlut okkar í fjarskiptafélaginu Hey í Færeyjum á ríflega milljarð en munum áfram þjónusta þann rekstur. Við stefnum á meiri sölu innviða á árinu en nú þegar er ljóst að skuldirnar sem við tókum á okkur við kaup á eignum 365 verða greiddar upp á þessu ári auk þess sem mikið svigrúm myndast til endurkaupa hlutabréfa. Þessar aðgerðir koma í framhaldi af stefnumótun félagsins um að verða markaðs- og þjónustufyrirtæki og einfalda reksturinn.

Uppgjör fyrsta ársfjórðungs litast af árstíðarsveiflu sem jafnan er í rekstrinum. Við sjáum að Fjölskyldupakkinn sem við hleyptum af stokkunum í lok tímabilsins selst framar vonum en hefur ekki áhrif á uppgjörið. Viðsnúningur í rekstri er því í fullum gangi. Á móti kemur að sölutap er innleyst af eign í Færeyjum uppá tæpar 200 milljónir."

Viðhengi



Syn hf. 2021 1F - Fjarfestakynning_ISL.pdf
Syn hf. 2021 1F - Frettatilkynning_ISL.pdf
Syn hf. arshlutareikningur 1F 2021 ISL.pdf