Published: 2001-12-21 16:06:09 CET
Landsbanki Íslands hf.
Fyrirtækjafréttir
Sölu hlutabréfa í Landsbanka Íslands hf. til kjölfestufjárfestis frestað
HSBC bankinn í London hefur ásamt stjórnendum Landsbankans kynnt Landsbanka
Íslands hf. fyrir mögulegum kjölfestufjárfestum á undanförnum vikum. Stefnt
hafði verið að því að salan færi fram fyrir lok ársins en vegna erfiðra
markaðsskilyrða er ljóst að það mun ekki ganga eftir. Vegna þessa hefur verið
ákveðið að fresta frekari sölukynningu þar til síðar.