English Icelandic
Birt: 2021-07-01 19:33:00 CEST
Arion banki hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Árlegt mat Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á eiginfjárþörf Arion banka

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (FME) leggur árlega mat á áhættuþætti í starfsemi kerfislega mikilvægra fjármálafyrirtækja í könnunar- og matsferli (e. Supervisory Review and Evaluation Process, SREP). Ferlið felur m.a. í sér mat á eiginfjárþörf fjármálafyrirtækja sem leiðir af sér viðbótareiginfjárkröfu undir Stoð II (e. Pillar II).

Niðurstaða þessa árlega ferlis fyrir Arion banka liggur nú fyrir. Bankinn skal viðhalda viðbótareiginfjárkröfu sem nemur 3,2% af áhættugrunni, sem er hækkun um 0,1 prósentustig frá fyrra mati. Viðbótarkrafan kemur til vegna útlánaáhættu, samþjöppunaráhættu og markaðs- og fastvaxtaáhættu auk áhættu vegna dótturfélaga. Heildareiginfjárkrafa bankans, að teknu tilliti til eiginfjárauka, hækkar við það úr 18,4% í 18,5%.


Arlegt mat Fjarmalaeftirlits Selabanka Islands a eiginfjarorf Arion banka.pdf