Heildareftirspurn í útboðinu var 5.640 m.kr. á bilinu 3,25% til 3,50%. Samþykkt tilboð voru samtals 4.100 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 3,44%. Bankinn gefur einnig út 35.900 m.kr. í flokknum til eigin nota.
Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta í Nasdaq Iceland þann 3. desember 2024.
Umsjónaraðili útboðsins var Verðbréfamiðlun Íslandsbanka.