Íslandsbanki hf. lauk í dag útboði á nýjum flokki sértryggðra skuldabréfa ISB CBI 32 fyrir samtals 4.100 m.kr.
Heildareftirspurn í útboðinu var 5.640 m.kr. á bilinu 3,25% til 3,50%. Samþykkt tilboð voru samtals 4.100 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 3,44%. Bankinn gefur einnig út 35.900 m.kr. í flokknum til eigin nota.
Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta í Nasdaq Iceland þann 3. desember 2024.
Umsjónaraðili útboðsins var Verðbréfamiðlun Íslandsbanka.
Frekari upplýsingar veita:
Fjárfestatengsl - Bjarney Anna Bjarnadóttir, ir@islandsbanki.is
Samskiptastjóri - Edda Hermannsdóttir, pr@islandsbanki.is
Þessi tilkynning er birt af Íslandsbanka hf. og inniheldur upplýsingar sem töldust eða kunna að hafa talist innherjaupplýsingar í skilningi 7. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og Ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik (MAR), sbr. lög nr. 60/2021, um aðgerðir gegn markaðssvikum. Tilkynning þessi er gerð af Ellerti Hlöðverssyni, fjármálastjóra Íslandsbanka hf., í samræmi við upplýsingaskyldu bankans samkvæmt MAR og 2. gr. framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EU) 2016/1055.