Lánasjóður sveitarfélaga - Endurskoðuð útgáfuáætlunLánasjóður sveitarfélaga hefur frá áramótum gefið út skuldabréf að fjárhæð samtals 6,8 milljarða króna að markaðsvirði. Sjóðurinn áætlar að gefa út 11 til 17 milljarða króna til viðbótar á árinu. Áætluð heildarútgáfa fyrir árið 2023 er því á bilinu 18 til 24 milljarðar króna að markaðsvirði. Þá hefur stjórn Lánasjóðsins veitt heimild til endurkaupa á skuldabréfaflokknum LSS150224. Endurkaupin eru hluti af virkri stýringu á efnahagsreikningi sjóðsins og er jafnframt ætlað að viðhalda seljanleika bréfanna. Næsta útboð er fyrirhugað þann 3. maí 2023. Meðfylgjandi er uppfærð útgáfuáætlun.
Nánari upplýsingar veitir Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri, ottar@lanasjodur.is / s. 515 4949
|