Published: 2018-07-12 12:58:00 CEST
TM hf.
Innherjaupplýsingar

Tryggingamiðstöðin hf. - Afkomuviðvörun

Við vinnslu árshlutauppgjörs 2. ársfjórðungs 2018 hefur komið í ljós að afkoma TM á fjórðungnum verður umtalsvert verri en rekstrarspá félagsins gerði ráð fyrir. Óhagstæð þróun á verðbréfamörkuðum ásamt aukningu í tjónakostnaði valda frávikinu. Gerir félagið nú ráð fyrir að tap fyrir skatta verði um 200 m.kr. en rekstarspá hafði gert ráð fyrir 500 m.kr. hagnaði. Fjárfestingatekjur verða um 315 m.kr. (spá 620 m.kr.) og samsett hlutfall um 109% (spá 100%).

Uppfærð rekstrarspá fyrir næstu fjóra ársfjórðunga verður birt samhliða birtingu uppgjörs 2. ársfjórðungs 23. ágúst nk.

Nánari upplýsingar veitir Sigurður Viðarsson, forstjóri TM.