English Icelandic
Birt: 2024-04-23 19:02:17 CEST
Festi hf.
Árshlutareikningur (Q1 og Q3)

Festi hf: Afkoma á 1. ársfjórðungi 2024

Helstu niðurstöður

  • Vörusala nam 32.223 millj. kr. samanborið við 29.484 millj. kr. árið áður og jókst um 9,3% milli ára.
  • Framlegð af vöru- og þjónustusölu nam 7.033 millj. kr. og jókst um 806 millj. kr. eða 12,9% á milli ára.
  • Framlegðarstig nam 21,8% og hækkar um 0,7 p.p. frá 1F 2023 en lækkar um 1,2 p.p. frá 4F 2023.
  • Laun og starfsmannakostnaður eykst um 7,5% en stöðugildum fjölgar um 2,5% milli ára.
  • EBITDA nam 1.898 millj. kr. samanborið við 1.401 millj. kr. árið áður sem er hækkun um 35,5% milli ára.
  • Hagnaður fjórðungsins nam 202 millj. kr. eða 2,9% af framlegð og hækkar um 293 millj. kr. á milli ára
  • Handbært fé frá rekstri nam 538 millj. kr. eða 7,6% af framlegð, samanborið við 1.238 millj. kr. árið áður.
  • Eigið fé nam 35.140 millj. kr. og er eiginfjárhlutfallið 36,0% í lok 1F 2024.
  • EBITDA spá félagsins fyrir árið 2024 er hækkuð um 300 millj. kr. og er nú 11.500 – 11.900 millj. kr.


Ásta S. Fjeldsted, forstjóri:

Rekstur ársfjórðungsins betri en gert var ráð fyrir. 

  • Verð á hrávörum helst áfram hátt líkt og í fyrra en óvissuástand á mörkuðum ríkir enn vegna stríðsástands í Úkraínu og fyrir botni Miðjarðarhafs. Almennar launahækkanir á vinnumarkaði tóku gildi á fjórðungnum sem hækka launakostnað um rúmlega 5% að óbreyttu. Verðbólga og vextir eru áfram háir sem hafa áhrif á vöruverð og allan rekstrarkostnað. Mikil áhersla er lögð áfram á lækkun alls rekstrarkostnaðar með bættum ferlum og aukinni sjálfvirkni.
  • Rekstrarhagnaður félagsins fyrir afskriftir nam 1.898 millj. kr. (1F2023: 1.401 millj. kr.) sem er 35,5% hækkun milli ára. Hagnaður fyrsta ársfjórðungs nam 202 millj. kr. sem er viðsnúningur um 293 millj. kr. milli ára. Horfur fyrir árið eru góðar en framundan er sumarið sem er mikilvægasti tími ársins í rekstri samstæðunnar. EBITDA spá fyrir árið 2024 er hækkuð um 300 millj. kr. í 11.500-11.900 millj.kr.  

Helstu verkefnin framundan:

  • Á aðalfundi Festi 6. mars sl. samþykktu hluthafar tillögu frá stjórn félagsins um að komið yrði á fót kaupréttarkerfi fyrir allt fastráðið starfsfólk samstæðunnar. Kynning á kerfinu fyrir starfsfólk og boð um þátttöku fer fram dagana 24. – 30. apríl. Tilkynnt verður um niðurstöðu þátttökunnar til Kauphallar fyrir opnun markaða 2. maí nk.
  • Fram kom í tilkynningu til kauphallarinnar þann 15. apríl sl. að Samkeppniseftirlitið hefur fallist á beiðni Festi um að hefja sáttaviðræður um möguleg skilyrði vegna kaupa Festi á öllu hlutafé Lyfju hf. Unnið er að ná sátt í málinu en miðað við núverandi tímafresti þyrfti málinu að ljúka eigi síðar en 21. maí nk.
  • N1 og Tesla hafa tekið fyrstu skrefin í uppbyggingu hraðhleðslustöðva skv. rammasamkomulagi sem undirritað var á ársfjórðungnum og opnar brátt stærsti hleðslugarður sinnar tegundar á Íslandi við Flugvelli í Keflavík með 25 hleðslustæðum.
  • N1 er sömuleiðis að undirbúa opnun sex sjálfvirkra bílaþvottastöðva og tveggja sjálfsafgreiðslustöðva með þvottabásum á 2. og 3. ársfjórðungi til að auka enn frekar þjónustuframboð sitt í bílaþjónustu.
  • Krónan hefur hafið frekari sókn á landsbyggðinni með Snjallverslun sinni en velta hennar jókst um 26% milli ára. Á ársfjórðungnum bættust við Húsavík og Vestmannaeyjar en áður sendi Krónan heim vörur á stórhöfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Suðurlandi og Norðurlandi. Prófanir eru hafnar með heimsendingar á Austurlandi sem ráðgert er að opna formlega fyrir á næstu dögum.
  • Ný og betur staðsett verslun ELKO í komusal Keflavíkurflugvallar sýnir 33% aukningu í sölu á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. Framundan er endurgerð  á verslun ELKO í Lindum í Kópavogi sem lokið verður í haust en sú verslun er önnur veltuhæsta af 400 sem finna má undir vörumerkjum Elkjop á Norðurlöndunum.
  • Festi fasteignir fékk nýtt nafn á fjórðungnum: Yrkir eignir. Breytingunni mun fylgja meiri áhersla á upplýsingagjöf um fasteignarekstur samstæðunnar sem endurspeglast m.a. í þessu uppgjöri.
  • Þrjár tillögur liggja fyrir í samkeppninni sem Yrkir hélt um uppbyggingu á lóð N1 við Ægisíðu.  Tillögurnar verður að finna á heimasíðu félagsins yrkir.is fyrir lok viku en vinningstillaga verður valin á næstu vikum.
  • Eins og fram kom í kauphallartilkynningu frá félaginu þann 10. apríl sl. hafa Festi og Hagar komist að samkomulagi um að hefja undirbúning sölumeðferðar á eignarhlutum félaganna í innviðafélögunum ODR, EBK og EAK.

Góður gangur er heilt yfir í rekstri félaganna. Áhersla er áfram lögð á tekjuvöxt og bætingu framlegðar en um leið aðhald í rekstrarkostnaði. Útlitið fyrir árið er gott en næstu mánuðir eru lykilmánuðir í rekstri samstæðunnar með fjölda ferðafólks sem við erum tilbúin að þjónusta um land allt.

Viðhengi



Festi hf - Afkomutilkynning 1F 2024.pdf
Festi hf - Consolidated Statements for 2024 Q1 - signed.pdf