Icelandic
Birt: 2024-05-13 18:10:56 CEST
Íslandshótel hf.
Árshlutareikningur (Q1 og Q3)

Íslandshótel hf. - Árshlutareikningur fyrsta ársfjórðungs 2024

Afkoma fyrsta ársfjórðungs Íslandshótela er í takt við áætlanir og í samræmi við árstíðarsveiflur í rekstri félagsins. Helstu atriði úr uppgjöri fyrsta ársfjórðungs ársins 2024:

  • Rekstrartekjur hækka um 21% milli tímabila en þær voru 3 ma.kr. á fyrstu þremur mánuðum ársins 2024 samanborið við 2,5 ma.kr. á sama tímabili árið 2023.
  • EBITDA félagsins á fyrsta ársfjórðungi ársins 2024 var 203 m.kr. samanborið við 47 m.kr. á sama tímabili árið 2023.
  • Tap af rekstri félagsins fyrstu þrjá mánuði ársins 2024 var 726,7 m.kr. samanborið við 674,8 m.kr. á sama tímabili árið 2023.
  • Bókfært eigið fé félagsins var í lok fyrsta ársfjórðungs 2024 22.059 m.kr.
  • Eiginfjárhlutfall félagsins var í lok fyrsta ársfjórðungs 2024 35,6%.

ViðhengiArshlutareikningur Islandshotela 31.3.2024.pdf