Published: 2018-02-02 12:16:27 CET
Reginn hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Reginn hf. hefur hlotið lánshæfismatið i.AA2

Reitun ehf., hefur unnið í fyrsta sinn og gefið út lánshæfismat fyrir Reginn hf.

Mat Reitunar er að Reginn sé með einkunnina i.AA2 með stöðugum horfum.

Í niðurstöðum matsskýrslunnar segir að Reginn hafi vaxið mikið undanfarin ár og aukið umsvif sín til muna. Rekstur félagsins sé sterkur, eignasafnið dreift, leigutakar fjölbreyttir og veðsetning ekki fullnýtt. Lausafjárstaða félagsins hefur styrkst að undanförnu og sjóðstreymi er sterkt. Að mati Reitunar er umhverfið sem Reginn starfar í einn stærsti áhættuþáttur þess þar sem félagið starfar aðeins í einu hagkerfi. Niðurstöður álagsprófs sýna hins vegar að félagið myndi þola jafn djúpa niðursveiflu og varð í íslensku efnahagslífi í kjölfar efnahagshrunsins 2008.

Lánshæfismat Reitunar á Reginn hf. byggir á innlendu mati en ekki alþjóðlegu og því er i. fyrir framan einkunnarbókstafina. Innlent mat metur lánshæfi út frá besta innlenda lántakandanum, þ.e. ríkissjóði, og áhættu eins og hún horfir við innlendum fjárfestum. Viðmiðunareinkunn besta innlenda lántakans, ríkissjóðs, er i.AAA.

 

Meðfylgjandi er skýrsla Reitunar.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri – helgi@reginn.is – S: 512 8900 / 899 6262

 


Reginn hf. - Lanshfismat - Til birtingar.pdf