Icelandic
Birt: 2021-06-24 10:00:00 CEST
Hagar hf.
Innherjaupplýsingar

Hagar hf.: Tilkynning vegna samninga Haga og Olís við Reykjavíkurborg

Á fundi borgarráðs í dag, þann 24. júní 2021, verða lögð fyrir drög að samningum um fækkun bensínstöðva Olís og annarra rekstraraðila og lóðarhafa eldsneytisstöðva í Reykjavík.  Hagar hf. og Olíuverzlun Íslands ehf. hafa staðfest samningsdrögin, sem byggja á yfirlýstum markmiðum Reykjavíkurborgar frá því í maí 2019 um fækkun eldsneytisstöðva innan borgarmarkanna.  Samningarnir sem um ræðir eru eftirfarandi:

  • Rammasamkomulag vegna fyrirhugaðra breytinga á aðstöðu eldsneytisstöðva Olís og ÓB
  • Samkomulag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni Álfabakka 7
  • Samkomulag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni Álfheimum 49
  • Samkomulag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni Egilsgötu 5
  • Lóðarvilyrði um lóð á Esjumelum fyrir fjölorkustöð
  • Samkomulag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni Stekkjarbakka 4-6

Efnisinnihald samninganna er að svo stöddu trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar veitir Finnur Oddsson, forstjóri Haga, fo@hagar.is