Islandsbanki hf.: Samþykkt skilaáætlunar og ákvörðun um lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar (MREL) fyrir Íslandsbanka hf.Tilskipun (ESB) 2014/59 um tapsþols- og endurfjármögnunargetu fjármálafyrirtækja (BRRD I) var m.a. innleidd á Íslandi með lögum nr. 70/2020 um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja (hér eftir lögin). Þann 8. desember 2021 birti Skilavald Seðlabanka Íslands stefnu um ákvörðun lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar (MREL-krafa), sbr. 17. gr. laganna (hér eftir MREL-stefna). Skilavald Seðlabanka Íslands tilkynnti í dag að skilaáætlun fyrir Íslandsbanka hafi verið samþykkt og með því verið tekin ákvörðun um MREL-kröfu fyrir bankann. Ákvörðunin byggir á framangreindri MREL-stefnu. MREL-krafa bankans er 21%, reiknuð í hlutfalli af áhættugrunni (e. Total Risk Exposure Amount – TREA) í lok árs 2020 og öðlast gildi við dagsetningu tilkynningarinnar. Bankinn telst uppfylla MREL-kröfuna nú þegar. Áætlað er að MREL-krafan verði uppfærð á þriðja ársfjórðungi ársins 2022. Undirskipan (e. subordination requirement) samkvæmt tilskipun (ESB) 2019/879 um tapþols- og endurfjármögnunargetu fjármálafyrirtækja (BRRD II) hefur ekki verið skilgreind en tekið er fram í MREL-stefnu að undirskipan muni verða skilgreind við innleiðingu BRRD II í íslensk lög. Líkt og í öðrum löndum Evrópu er líklegt að lokafrestur til að uppfylla endanlega MREL kröfu verði frá og með janúar 2024. Nánari upplýsingar veita: Fjárfestatengsl – Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir, ir@islandsbanki.is. Sími: 844 4033. Samskiptastjóri – Edda Hermannsdóttir, pr@islandsbanki.is. Sími: 844 4005. Póstlisti Íslandsbanka Ef þú vilt gerast áskrifandi að kauphallarfréttum Íslandsbanka þá vinsamlegast skráðu þig hér: https://www.islandsbanki.is/is/grein/postlisti_ir Um Íslandsbanka Íslandsbanki er alhliða banki sem leggur áherslu á að koma til móts við þarfir viðskiptavina sinna og á sér langa sögu sem nær aftur til ársins 1875. Bankinn leggur áherslu á traustan rekstur og að hafa jákvæð áhrif í samfélaginu en hlutverk bankans er að vera hreyfiafl til góðra verka svo viðskiptavinir okkar nái árangri. Með framtíðarsýnina að vera #1 í þjónustu að leiðarljósi vinna þrjár viðskiptaeiningar þétt saman til þess að viðhalda góðum viðskiptasamböndum. Markaðshlutdeild bankans er sterk og rekur bankinn skilvirkasta útibúanetið á landinu og styður um leið við viðskiptavini sína á stafrænni vegferð þeirra. Umhverfið sem bankinn starfar í er eftirsóknarvert og er Íslandsbanki vel í stakk búinn að takast á við tækifærin framundan með öflugar tæknilegar stoðir og sterkan efnahagsreikning. Íslandsbanki er með lánshæfismatið BBB/A-2 frá S&P Global Ratings. Hlutabréf bankans eru skráð á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Fyrirvari Framangreind fréttatilkynning gæti vísað til spár um framtíðarhorfur sem er háð áhættu- og óvissuþáttum og getur þýtt að raunverulegur árangur verði umtalsvert frábrugðinn því sem spáð er í þessari fréttatilkynningu. Íslandsbanki hf. hefur ekki skyldu til að, og mun ekki, uppfæra þessar spár um framtíðarhorfur félagsins til að endurspegla atburði og aðstæður sem eiga sér stað eftir útgáfu þessarar fréttatilkynningar. Það er ábyrgð fjárfestis að reiða sig ekki seinna meir á spár um framtíðarhorfur sem eru settar fram í þessari fréttatilkynningu þar sem þær eiga eingöngu við á þeim tíma sem hún er gefin út. Spár um framtíðarhorfur gefa ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur og eru allar yfirlýsingar um framtíðarhorfur félagsins fullgildar í heild sinni með tilliti til þessa fyrirvara.
|