Eik fasteignafélag hf.: Stjórnendauppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2023Samkvæmt ókönnuðu stjórnendauppgjöri fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2023 er EBITDA afkoma félagsins umfram uppfærðar áætlanir, sem fyrst og fremst má rekja til endurmats viðskiptakrafna. Helstu niðurstöður eru: - Rekstrartekjur námu samtals 5.497 m.kr.
- Þar af námu leigutekjur 4.691 m.kr.
- Rekstrarkostnaður nam 1.852 m.kr.
- Endurmat viðskiptakrafna leiddi til jákvæðrar virðisrýrnunar viðskiptakrafna að fjárhæð 181 m.kr.
- EBITDA nam 3.827 m.kr.
- Hrein fjármagnsgjöld námu 4.473 m.kr.
- Handbært fé nam 1.043 m.kr.
- Handbært fé frá rekstri nam 2.147 m.kr.
- Virðisútleiguhlutfall var 93,8%
- Vegnir verðtryggðir vextir námu 3,03%
- Vegnir óverðtryggðir vextir námu 8,93%
Stjórnendauppgjörið er ókannað og getur tekið breytingum fram að birtingu árshlutareikningsins sem fyrirhugað er þann 7. september 2023. Á stjórnarfundi félagsins í dag tók stjórn afstöðu til endurmats viðskiptakrafna að teknu tilliti til uppgjöra á leiguskuldbindingum sem stöfuðu af áhrifum Covid-19 á leigutaka og breyttrar stöðu þeirra er leiddi til jákvæðrar virðirýrnunar viðskiptakrafna að heildarfjárhæð 195 m.kr. og er því 181 m.kr. tekjufærsla á tímabilinu. Þrátt fyrir tekjufærsluna er enn hluti þeirra viðskiptakrafna virðisrýrður.
Virðisútleiguhlutfall félagsins nam 93,8% í lok júní. Landsbankinn flutti á öðrum ársfjórðungi 2023 í nýjar höfuðstöðvar sínar og skilaði samhliða því húsnæði sem bankinn hafði verið með í langtímaleigu hjá félaginu en það lækkaði virðisútleiguhlutfallið um 1,7%. Félagið hefur hækkað afkomuspá sína fyrir árið 2023 og væntir þess að EBITDA ársins verði á bilinu 7.500 – 7.800 m.kr. m.v. fast verðlag að teknu tilliti til vísitölu neysluverð til verðtryggingar í september 2023. Félagið hyggst birta kannað uppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2023 ásamt uppfærðri afkomuspá út árið 2023 eftir lokun markaða þann 7. september næstkomandi.
|