English Icelandic
Birt: 2022-12-08 09:30:00 CET
Nasdaq Nordic
Fjárfestatilkynningar

Nasdaq Iceland býður Alvotech hf. velkomið á Aðalmarkaðinn

Reykjavík, 8. desember, 2022 — Nasdaq (Nasdaq: NDAQ) tilkynnir að hlutabréf Alvotech (auðkenni: ALVO) verða í dag tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Félagið tilheyrir heilbrigðisgeiranum (e. Health care) og er 67. félagið sem tekið er til viðskipta á mörkuðum Nasdaq Nordic* í ár.

Alvotech, stofnað árið 2013 af Róberti Wessmann, stjórnarformanni fyrirtækisins, er líftæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. All­ir þætt­ir í þróun og fram­leiðslu eru í hönd­um fyr­ir­tæk­is­ins sjálfs til að tryggja há­marks­gæði. Félagið hefur samið við samstarfsaðila með þekkingu á heimamarkaði, um markaðssetningu og dreifingu á öllum helstu mörkuðum, þar á meðal í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan, Kína og víðar í Asíu, ásamt stórum hluta Suður-Ameríku, Afríku og í Miðausturlöndum. Höfuðstöðvar og há­tækni­set­ur Al­votech, sem staðsett er í Vís­inda­görðum Há­skóla Íslands í Vatns­mýri, eru búin full­komn­ustu tækj­um og búnaði til þró­un­ar og fram­leiðslu líf­tækni­lyfja. Félagið er með yfir 900 starfsmenn á heimsvísu.

„Flutningur frá Nasdaq First North vaxtarmarkaðnum yfir á Aðalmarkaðinn er mikilvægt skref fyrir okkur,“ sagði Robert Wessman, stjórnarformaður og stofnandi Alvotech. „Skráning á Aðalmarkaðinn gerir okkur betur kleift að laða að breiðari hóp fjárfesta, bæði hérlendis og erlendis. Við höfum fjárfest fyrir meira en 150 milljarða króna undanfarin áratug í fullkominni aðstöðu til þróunar og framleiðslu líftæknilyfjahliðstæða og framundan er markaðsetning lyfja á fjölmörgum alþjóðlegum mörkuðum. Með þessu skrefi styðjum við áframhaldandi vöxt fyrirtækisins.“

„Við erum stolt af því að bjóða Alvotech velkomið á Aðalmarkað Nasdaq Iceland,“ sagði Magnús Harðarson, forseti Nasdaq Iceland. „Flutningurinn hjálpar Alvotech að skapa aukin verðmæti fyrir núverandi hluthafa sína og að auki bjóða fleiri nýja velkomna í hópinn fram veginn. Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs með þeim og að styðja við þau á Aðalmarkaðnum með auknum sýnileika og aðgengi að fjárfestum.“

*Aðalmarkaðir og Nasdaq First North í Nasdaq Copenhagen, Nasdaq Helsinki, Nasdaq Iceland og Nasdaq Stockholm.

Um Nasdaq

Nasdaq (Nasdaq: NDAQ) er alþjóðlegt tæknifyrirtæki sem þjónar verðbréfamörkuðum og öðrum atvinnugeirum. Fjölbreytt framboð okkar af markaðsgögnum, greiningarvörum, hugbúnaði og þjónustu gerir viðskiptavinum okkar kleift að láta framtíðarsýn þeirra verða að veruleika. Til að fræðast meira um félagið, tæknilausnir og störf hjá okkur, smellið á LinkedIn, Twitter @Nasdaq eða www.nasdaq.com

 

 

         Nasdaq tengiliður:
         Kristín Jóhannsdóttir
         kristin.johannsdottir@nasdaq.com
         868 9836