Landsbankinn hf.: Græn skuldabréfaútgáfa í evrumLandsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum að fjárhæð 300 milljónir evra og er um að ræða þriðju grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 6,375% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 313 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði. Skuldabréfin eru gefin út til 3,5 ára með lokagjalddaga í mars 2027. Heildareftirspurn nam yfir 1.500 milljónum evra frá meira en 140 fjárfestum frá meginlandi Evrópu, Bretlandi og Norðurlöndunum. Skuldabréfin verða gefin út undir EMTN-útgáfuramma bankans með vísan í sjálfbæra fjármálaumgjörð bankans sem vottuð er af Sustainalytics. Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta í írsku kauphöllinni þann 12. september 2023. Umsjónaraðilar voru BofA Securities, Citi, Deutsche Bank og Morgan Stanley.
|