Landsbankinn hf.: Niðurstaða útboðs víkjandi skuldabréfa í íslenskum krónumLandsbankinn lauk í dag útboði tveggja flokka víkjandi skuldabréfa sem telja til eiginfjárþáttar 2. Boðin voru til sölu verðtryggð og óverðtryggð skuldabréf á fyrirframákveðnu verði, til tíu ára með innköllunarheimild að fimm árum liðnum og á hverjum vaxtagjalddaga þar á eftir. Skuldabréf í óverðtryggðum flokki voru boðin til sölu á ávöxtunarkröfunni 10,10% og skuldabréf í verðtryggðum flokki á 4,95% ávöxtunarkröfu. Í óverðtryggða flokkinn bárust tólf tilboð að fjárhæð 2.180 m.kr. Engum tilboðum var tekið í flokkinn. Í verðtryggða flokkinn bárust 33 tilboð að fjárhæð 19.420 m.kr. Tilboðum að fjárhæð 12.000 m.kr var tekið í flokkinn. Áætlaður uppgjörsdagur er 23. mars 2023.
|