English Icelandic
Birt: 2024-09-25 16:12:01 CEST
Landsvirkjun
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Moody´s hækkar lánshæfismat Landsvirkjunar í A3

Matsfyrirtækið Moody´s hefur hækkað lánshæfismat Landsvirkjunar úr Baa1 í A3. Samhliða hefur Moody´s breytt horfum á lánshæfi Landsvirkjunar úr jákvæðum í stöðugar horfur.

Hækkunin kemur í kjölfar hækkunar á lánshæfismati íslenska ríkisins sem var hækkað úr A2 í A1 þann 20. september sl. en lánshæfismat Landsvirkjunar byggist að hluta til á lánshæfismati íslenska ríkisins vegna eignarhalds þess og mikilvægis Landsvirkjunar fyrir íslenskt efnahagslíf.

Mikilvægi Landsvirkjunar fyrir íslenskt efnahagslíf skýrist af því að Landsvirkjun vinnur um 70% af allri raforku á Íslandi og meðal stærstu viðskiptavina fyrirtækisins eru alþjóðleg orkusækin fyrirtæki sem skila um þriðjungi af útflutningi Íslands. 

Að mati Moody´s endurspeglar lánshæfismatið sterka stöðu Landsvirkjunar á íslenskum orkumarkaði og góðri fjárhagsstöðu nú þegar fyrirtækið stefnir á framkvæmdir við nýja virkjunarkosti.

Nánari upplýsingar veitir Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs,
í síma 515-9000, netfang: rafnar@lv.is.