Published: 2018-04-12 18:22:17 CEST
Reginn hf.
Heildarfjöldi atkvæða og heildarfjöldi hluta

Reginn hf. – Hlutafjáraukning og nýting kaupréttar

Stjórn Regins ákvað á fundi sínum þann 12. apríl 2018 að nýta hluta heimildar í 4. gr. samþykkta félagsins sem samþykkt var á hluthafafundi Regins 14. mars 2018 og hækka hlutafé í Regin um 50.411.637 hluti. Lögbundinn forgangsréttur hluthafa gildir ekki um hið nýja hlutafé. Hlutafjáraukningunni verður ráðstafað sem greiðslu vegna kaupa á 45% hlutafé í fasteignafélaginu FM-hús ehf. í samræmi við kauprétt samkvæmt hluthafasamkomulagi, dags. 17. ágúst 2017.

Hlutafé í Regin fyrir hlutafjáraukninguna er 1.555.300.000 krónur að nafnvirði og verður að henni lokinni 1.605.711.637 krónur að nafnvirði. Reginn á ekki eigin hluti. Hinir nýju hlutir veita réttindi í Regin frá skráningardegi hlutafjárhækkunarinnar hjá Fyrirtækjaskrá.

Hinir nýju hlutir verða afhentir eigendum fasteignafélagsins FM-hús ehf. sem eru þrír talsins. Af þessum aðilum fer einn hluthafi Benedikt Rúnar Steingrímsson inn á lista yfir 20 stærstu hluthafa í Regin með 1,57% eignarhlut.

Eftirfarandi er listi yfir 20 stærstu hluthafa í Regin eftir hlutafjáraukninguna:


Nr.Nafn Hlutir %
1Lífeyrissjóður verslunarmanna  200.388.36212,48%
2Gildi - lífeyrissjóður  114.180.7387,11%
3Sigla ehf.  100.000.0006,23%
4Stapi lífeyrissjóður  80.219.9565,00%
5Birta lífeyrissjóður  79.644.5164,96%
6Lífeyrissj.starfsm.rík. A-deild  68.300.0004,25%
7Global Macro Absolute Return Ad  56.412.6383,51%
8Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda  47.895.0722,98%
9Lífsverk lífeyrissjóður  47.595.8572,96%
10Frjálsi lífeyrissjóðurinn  38.977.4922,43%
11Landsbréf - Úrvalsbréf  36.501.4252,27%
12Arion banki hf.  34.209.2332,13%
13Sjóvá-Almennar tryggingar hf.  33.437.2212,08%
14Vátryggingafélag Íslands hf.  32.642.3462,03%
15Brimgarðar ehf.  32.000.0001,99%
16Stefnir -  Samval  31.718.5391,98%
17Global Macro Portfolio  29.010.3001,81%
18Lífeyrissj.starfsm.rík. B-deild  25.379.5001,58%
19Benedikt Rúnar Steingrímsson  25.205.8181,57%
20IS Hlutabréfasjóðurinn  24.240.0871,51%
 20 Stærstu hluthafar í Reginn samtals 1.137.959.10070,87%
 Aðrir hluthafar  467.752.53729,13%
 Samtals  1.605.711.637100%


Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri – helgi@reginn.is – S: 512 8900 / 899 6262