Published: 2017-05-31 10:53:31 CEST
TM hf.
Heildarfjöldi atkvæða og heildarfjöldi hluta

Tilkynning um lækkun hlutafjár

Á aðalfundi Tryggingamiðstöðvarinnar hf. 16. mars 2017 var samþykkt að lækka hlutafé félagsins um 32.217.040 krónur til samsvarandi lækkunar á eigin hlutum félagsins.  Skilyrðum fyrir lækkuninni hefur nú verið fullnægt og er hún komin til framkvæmda. Samkvæmt því lækkar hlutafé félagsins úr 710.359.709 krónum að nafnverði í 678.142.669 krónur að nafnverði sem skiptist í jafnmarga einnar krónu hluti og hverjum hlut fylgir eitt atkvæði.